Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 43
SJÚKLINGUR RÍKISINS 115
lega útidyrunum á eftir sér og flýtti sér út á götuna — í hvarf
frá þessu húsi. Til fagnaðar yfir vel heppnuðum flótta fékk
hann sér stærri teyg af áfengisbirgðum sínum en áður. Svo
hélt hann í áttina þangað, sem Haffrúin beið hans með sælu
einverunnar í lúkaranum.
Austan sveljandinn hafði færzt í aukana, næddi og smó og
þyrlaði upp skafmold hér og þar. Það dró í stærri skafla en
áður.
Konráð fór sér hægt, fann ekki til kulda, og gatan var hon-
um auðsveip. Hann gerði sér hana undirgefna í draumum
sínum.
Það kváðu við sprengingar hér og þar, og hópar unglinga
voru á hlaupum. Ys götunnar var honum kærkominn nýárs-
fagnaður. Hann mætti nokkrum drukknum ungum mönnum,
sem tóku liann í samfylgd sína. Þeir leiddu hann tveir á milli
Slrt, veittu honum óspart, hlógu dátt að mælsku hans og and-
tiki, kölluðu hann skáld götunnar og speking strætisins. Hann
harst lengi með þeim og vissi ógjörla, hvar hann var staddur,
þegar þeir skyndilega yfirgáfu hann og skildu hann eftir.
Hann mundi hins vegar hvert för hans hafði verið heitið í
upphafi. Haffruin beið hans á kambinum, og kertið var enn
Þá í vasa hans. Nú skyldi farið þangað beina leið. En hann
hafði týnt áttum og skjögraði aftur inn til miðsvæðis kaup-
staðarins. Hann talaði hátt en sundurlaust við ýmsa menn,
sem birtust honum og hópuðust að honum í draumi hans.
Hann varð oft að nema staðar til þess að leggja áherzlu á
or^ sín og fá réttan þunga í boðskap sinn. Við og við hrasaði
hann, en tókst að rétta sig í spori. Svo mjakaðist hann áfram
°§ sá ekki lengur þá, sem mættu honum. Gangan varð lengri
°S lengri. Haffrúin var farin að flýja hann. Hann var löngu
’ominn út á kambinn. Nei, þarna var hún. Stefni hennar
reis fyrir framan hann, hnarreist og tigið, og hann sá möstrin
eins og strik í myrkrinu. En þetta færðist alltaf undan. Ætlaði
affrúin að bregðast honum, þegar hann þurfti hennar með?
ar hún orðin spillt af einverunni eða var hún haldin djöful-
aP heimsprjálsins? Þótti henni hann ekki nógu fínn. Þar
JJr Þó engin stássstofa eða fínir stólar, engin húsmóðir, sem
hló
eins og stelpa í kvikmynd.