Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 25
ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR Á HLÖÐUM 97
1- Ekki skyldi ráðizt á garðinn, þar sem hann var lægstur, til
. Hita úrlausnar á vandamálunum. í barnshuganum hefur
iskupinn vafalaust verið sá maðurinn, sem næst gekk Guði
sjálfum. En það var löngum ríkt í huga Ólafar að leita á
rattann og láta sér einungis nægja þau svörin við spurning-
Un\ sínum, sem fyllst urðu fengin.
^ Reykjavíkurárunum kynntist hún ýmsum af boðberum
yaunsæisstefnunnar í hópi liinna ungu menntamanna. Og
jafnlítt hlynntir kirkju og trúarbrögðum og fylgjendur
þeirrar stefnu voru þá, getur vart hjá því farið, að Ólöf hafi
°rðið fyrir nokkrum áhrifum í þá átt. Á þeim árum verða
efasemdir hennar ríkastar, og þá yrkir hún:
Vissan er töpuð, í vafa ég geng,
vonin min hrærir við raddlausum streng.
Líttu á ininn efa og logandi þrá,
lof mér í trúnni, þig alvaldur, sjá.
Hvort sem það hefur verið af kynnum við raunsæisstefn-
Una e^a ekki, er það víst, að lítt viðurkenndi hún liinar hefð-
undnu kenningar kirkjunnar, og voru margar þeirra henni
Pyrntr í augum, svo sem útskúfunarkenningin og trúin á
°kstaf biblíunnar. Af þessum sökum töldu margir, sem lítt
Pekktu til, Ólöfu trúlausa eða jafnvel hálfheiðna. Sannleik-
Ur málanna var sá, að fátítt mun, að menn séu gæddir meiri
jaúarhita og einlægari trúarþörf en hún var. En trúarþörf
ennar og rökvís hugsun fengu jafnlitla fullnægju í kenni-
setningum hinnar gömlu guðfræði og kulda og guðsafneit-
Uu raunsæisstefnunnar.
Hg alltaf var spurningin: er nokkuð hinum megin? Lengi
'ef þorði hún varla að vona, að svo væri, enda þótt hún þráði
Pað fremur öllu öðru. Árið 1902 yrkir hún í erfiljóði:
Kannske þér renni upp kærleiks sól
og kannske þú ennþá lifir.
En 15 árum seinna kveður við annan tón, einnig í erfiljóði:
Þar biða okkar bak við höf
hin björtu sólarlönd.
Við skulum hætta að hugsa um gröf
en horfa á lífsins strönd.