Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 53
í SKÁLHOLTI
125
Megi öflug kristin kirkja
kœrleikshuga veikan styrkja.
Ávöxt beri allar jarðir,
eins og forðum til var sáð,
sjóðir andans véum varðir
vaxtaðir af himins náð.
Hljóti afl vor önnur liönd,
auðnist hinni ráðin vönd.
Sá, er vind og sjógang kyrrði,
sjálfur léttir hverja byrði.
XI.
Þú, sem hryggum fögnuð fcerðir,
friðimi eirðarlausum hug,
allt, sem þjáðist, endurnœrðir,
öllum vaktir nýjan dug,
scemdir þyrsta svalri veig,
sigur vannst á dauðans beyg,
gef oss enn
guðmóð þann.
Geymi menn
glóð, sem brann,
glóð, sem áður brann.
Verði hún að vafurloga,
vita fyrir dimman heim,
lýsi hátt við himinboga,
hiti þennan kalda geim,
dreifi skuggum skœr og heið,
skini yfir lifsins meið.
Veki það
vígða bál
væng og blað,
vor i sál,
vor i hverri sál.