Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 80
152 EIMREIÐIN líka, bíð, þori ekkert að segja. Gvendur í'er sér hægt. Af hverju segir hann ekki fólkinu frá þessu? Loks: „Laglega lét í honum áðan.“ „Hverjum?" spyr ein stúlkan. „Það var nú meira öskrið, barnið var dauðhrætt, barasta." „O, ætli þér hafi ekki brugðið líka,“ segir gömul kona. „Hver ætli nú komi, sem hann fylgir?“ „Hver?“ spyr ung stúlka og starir á þá öldnu. „Hver svo sem, nema hann Þorgeirsboli! Ég held maður hafi nokkrum sinnum heyrt í honum.“ „Fylgir hann nokkrum hér í sveit?“ segir Gvendur. „Nei, ekki beint hér í sveit, en á H. og í S. — hún nefnir tvo bæi — er víst ekki trútt um, að hann sé viðloðandi fólkið, — satt mun það!“ Ég hef heyrt sögur unr Þorgeirsbola, en foreldrar mínir hafa sagt mér, að ég þurfi ekki að óttast hann; hann sé blátt áfram ekki til, og allt, sem um hann og aðra drauga sé sagt, séu bábiljur og hjátrú. En þrátt fyrir þetta allt hef ég nú sjálfur heyrt þetta hræðilega öskur í myrkrinu, svo ægilegt, að slíkt hef ég aldrei heyrt í nokkurri kú né nauti. Og nú vissi ég, að pabbi minn hafði gengið suður að Starrastöðum í rökkrinu. Mér ofbauð sú tilhugsun, að hann væri nú einn á ferð í þessu heljarmyrkri — ef hann nú mætti Þorgeirsbola. Mundi pabbi hafa krafta til að taka á móti forynjunni. Ég stóð upp og fór fram í eldhús til mömmu; hún var þar við verk sín. Ég sagði henni frá þessu fyrirbæri. Hún sagði, að ég skyldi ekkert vera hræddur; þetta hefði bara verið öskur úr fjósinu, en í logninu hefði okkur lieyrzt það koma úr fjarska. — En ég vissi, að þetta gat ekki verið svo. Ég hafði svo oft heyrt kýrnar baula í fjósinu; það heyrðist varla út fyrir fjósveggina. Ekki datt mér samt í hug að rengja mína raunsæju móður, né ætla að hún færi viljandi með rangt mál. Ég fór fram í bæjardyr, því að ég heyrði, að einhver kom inn. Það var Sigurður Magnússon, beitarhúsamaður. „Heyrð- irðu það?“ spurði ég. „Hvað, Steini minn?“ „Öskrið.“ „Jú, ég heyrði kúna baula,“ sagði Sigurður. „Hvaða kú?“ „Varstu hræddur?" spurði Sigurður. „Gvendur var líka hræddur,“ sagði ég. „Þau halda, að það hafi verið Þorgeirsboli." Sigurður brosti við og fór inn, — ég með honum. Fólkið var enn að tala um afturgöngur. „Já,“ sagði gamla konan, „það er margt til, sem enginn skilur, hvað sem hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.