Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Page 80

Eimreiðin - 01.04.1957, Page 80
152 EIMREIÐIN líka, bíð, þori ekkert að segja. Gvendur í'er sér hægt. Af hverju segir hann ekki fólkinu frá þessu? Loks: „Laglega lét í honum áðan.“ „Hverjum?" spyr ein stúlkan. „Það var nú meira öskrið, barnið var dauðhrætt, barasta." „O, ætli þér hafi ekki brugðið líka,“ segir gömul kona. „Hver ætli nú komi, sem hann fylgir?“ „Hver?“ spyr ung stúlka og starir á þá öldnu. „Hver svo sem, nema hann Þorgeirsboli! Ég held maður hafi nokkrum sinnum heyrt í honum.“ „Fylgir hann nokkrum hér í sveit?“ segir Gvendur. „Nei, ekki beint hér í sveit, en á H. og í S. — hún nefnir tvo bæi — er víst ekki trútt um, að hann sé viðloðandi fólkið, — satt mun það!“ Ég hef heyrt sögur unr Þorgeirsbola, en foreldrar mínir hafa sagt mér, að ég þurfi ekki að óttast hann; hann sé blátt áfram ekki til, og allt, sem um hann og aðra drauga sé sagt, séu bábiljur og hjátrú. En þrátt fyrir þetta allt hef ég nú sjálfur heyrt þetta hræðilega öskur í myrkrinu, svo ægilegt, að slíkt hef ég aldrei heyrt í nokkurri kú né nauti. Og nú vissi ég, að pabbi minn hafði gengið suður að Starrastöðum í rökkrinu. Mér ofbauð sú tilhugsun, að hann væri nú einn á ferð í þessu heljarmyrkri — ef hann nú mætti Þorgeirsbola. Mundi pabbi hafa krafta til að taka á móti forynjunni. Ég stóð upp og fór fram í eldhús til mömmu; hún var þar við verk sín. Ég sagði henni frá þessu fyrirbæri. Hún sagði, að ég skyldi ekkert vera hræddur; þetta hefði bara verið öskur úr fjósinu, en í logninu hefði okkur lieyrzt það koma úr fjarska. — En ég vissi, að þetta gat ekki verið svo. Ég hafði svo oft heyrt kýrnar baula í fjósinu; það heyrðist varla út fyrir fjósveggina. Ekki datt mér samt í hug að rengja mína raunsæju móður, né ætla að hún færi viljandi með rangt mál. Ég fór fram í bæjardyr, því að ég heyrði, að einhver kom inn. Það var Sigurður Magnússon, beitarhúsamaður. „Heyrð- irðu það?“ spurði ég. „Hvað, Steini minn?“ „Öskrið.“ „Jú, ég heyrði kúna baula,“ sagði Sigurður. „Hvaða kú?“ „Varstu hræddur?" spurði Sigurður. „Gvendur var líka hræddur,“ sagði ég. „Þau halda, að það hafi verið Þorgeirsboli." Sigurður brosti við og fór inn, — ég með honum. Fólkið var enn að tala um afturgöngur. „Já,“ sagði gamla konan, „það er margt til, sem enginn skilur, hvað sem hver

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.