Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 32
104 EIMREIÐIN fleiri en hann — eða var kannski kallað á hann einan? En hann kom ekki. Þeir máttu andskotast eins og þeir vildu. Þeir gátu ekki fundið hann, þótt þeir leituðu. Hann hafði loks fundið gamla tröppu, sem lá í bjánalegum stellingum úti á kambinum. Hann dró hana að hlið Haf- jrúarinnar. Þótt hún næði skammt upp á hlið hins stolta dreka, tókst honum samt að príla upp og komast inn fyrir lunninguna, sem skörð voru komin í hér og þar vegna fúa. Einn lestarhlerann vantaði, og það hafði rignt niður í lest- ina. Þar glytti í vatn. Rúðurnar í stýrishúsinu voru allar brotnar. Sjálft var það skellótt og litförótt og ekki hægt að sjá, hvernig það hafði verið síðast málað. Ber möstrin stóðu eftir. Allir kaðlar voru horfnir. Hurðin fyrir lúkaranuin skrölti enn heil. Niðri var fúlt og kalt, þar blandaðist þefur af langvarandi sagga lykt af stöðnum, fúlum sjó. En komu- manni og gömlum háseta á Haffrúnni ofbauð ekki óþefur í lúkara. Gamla eldavélin stóð enn í horninu, köld og ryðguð, og þar var ekkert eldsneyti sjáanlegt. Hann gekk umhverfis borðið, sem stóð fast á miðju gólfi, með mjóum trébekkjum í kring, og þreifaði í rúmbálkana. Hann mundi ekki lengur í hvaða koju hann hefði legið. — „í þessari kannski. Nei, þessari." Það voru alls staðar berir rúmbotnar, þar sem hann þreifaði fyrir sér. Nei, þarna var hálmdýna, gömul og fúin. „Gott,“ sagði hann við sjálfan sig, „fínn staður. Vissi það, að Haffrúin mundi ekki svíkja mig. Hún sveik aldrei í vond- um veðrum, meðan ég var á henni. Og í mannlífsins veðrum verður hún mitt skip.“ Nú máttu þeir hamast með skipsflautunni. Líklega var það stýrimaðurinn, hann Geiri, sem streittist við í þegjandi fólsku að láta eimpípuna öskra í sinn stað. Já, nú urðu þeir að liggja á reiði sinni, þorðu ekki að skeyta skapi sínu á mann- skapnum, voru hræddir um að missa hann í land, ef þeir létu eitt fúkyrði út yfir sínar varir, auk heldur ef þeir létu klossa fjúka í vinnandi mann frammi á þilfarinu, eins og þeir gerðu hér áður fyrr. Hann hallaði sér fram á borðið; svo þreifaði hann í barm sér, dró flösku upp úr brjóstvasa sínum. Hún hafði gert hanU bolskakkan tilsýndar. Hann setti flöskuna á munn sér og saup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.