Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Side 32

Eimreiðin - 01.04.1957, Side 32
104 EIMREIÐIN fleiri en hann — eða var kannski kallað á hann einan? En hann kom ekki. Þeir máttu andskotast eins og þeir vildu. Þeir gátu ekki fundið hann, þótt þeir leituðu. Hann hafði loks fundið gamla tröppu, sem lá í bjánalegum stellingum úti á kambinum. Hann dró hana að hlið Haf- jrúarinnar. Þótt hún næði skammt upp á hlið hins stolta dreka, tókst honum samt að príla upp og komast inn fyrir lunninguna, sem skörð voru komin í hér og þar vegna fúa. Einn lestarhlerann vantaði, og það hafði rignt niður í lest- ina. Þar glytti í vatn. Rúðurnar í stýrishúsinu voru allar brotnar. Sjálft var það skellótt og litförótt og ekki hægt að sjá, hvernig það hafði verið síðast málað. Ber möstrin stóðu eftir. Allir kaðlar voru horfnir. Hurðin fyrir lúkaranuin skrölti enn heil. Niðri var fúlt og kalt, þar blandaðist þefur af langvarandi sagga lykt af stöðnum, fúlum sjó. En komu- manni og gömlum háseta á Haffrúnni ofbauð ekki óþefur í lúkara. Gamla eldavélin stóð enn í horninu, köld og ryðguð, og þar var ekkert eldsneyti sjáanlegt. Hann gekk umhverfis borðið, sem stóð fast á miðju gólfi, með mjóum trébekkjum í kring, og þreifaði í rúmbálkana. Hann mundi ekki lengur í hvaða koju hann hefði legið. — „í þessari kannski. Nei, þessari." Það voru alls staðar berir rúmbotnar, þar sem hann þreifaði fyrir sér. Nei, þarna var hálmdýna, gömul og fúin. „Gott,“ sagði hann við sjálfan sig, „fínn staður. Vissi það, að Haffrúin mundi ekki svíkja mig. Hún sveik aldrei í vond- um veðrum, meðan ég var á henni. Og í mannlífsins veðrum verður hún mitt skip.“ Nú máttu þeir hamast með skipsflautunni. Líklega var það stýrimaðurinn, hann Geiri, sem streittist við í þegjandi fólsku að láta eimpípuna öskra í sinn stað. Já, nú urðu þeir að liggja á reiði sinni, þorðu ekki að skeyta skapi sínu á mann- skapnum, voru hræddir um að missa hann í land, ef þeir létu eitt fúkyrði út yfir sínar varir, auk heldur ef þeir létu klossa fjúka í vinnandi mann frammi á þilfarinu, eins og þeir gerðu hér áður fyrr. Hann hallaði sér fram á borðið; svo þreifaði hann í barm sér, dró flösku upp úr brjóstvasa sínum. Hún hafði gert hanU bolskakkan tilsýndar. Hann setti flöskuna á munn sér og saup

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.