Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 69
FRÁ NORÐUR-ÍRLANDl
141
a fimm skipum og tóku höfn í Boston, og Ulstermenn voru
nieðal frumherja í landnámssögu hvítra manna í Bandaríkj-
unum og frelsissögu þeirra. Þegar sjálfstæðisyfirlýsingin, sam-
ln af Jefferson, var samþykkt 1776, var einn af hverjum sex
dmanna af Ulsterstofni. í fyrstu stjórn Bandaríkjanna, stjórn
Ueorgs Washington, er var skipuð fjórum mönnum, var einn
aí Ulsterstofni, og af 33 mönnum, sem verið hafa forsetar
Eandaríkjanna, voru að minnsta kosti tíu af Ulsterkyni, sumir
se§ja fjórtán. í stuttu máli sagt hafa menn af þeim stofni
getið sér orð fyrir atorku og dugnað á öllum sviðum og fjölda
niargir verið forystumenn.
Það hefði verið freistandi að ræða ýtarlegar margt af því,
sem hér hefur verið drepið á, og víkja að fleiru, en rúmið
’eyfir það ekki.
3.
Eg lagði upp í írlandsferð mína laugardagskvöldið 29. sept-
ernber s.l. frá Glasgow á ferju, sem er í förurn milli þessarar
miklu, skozku iðnaðar- og verzlunarborgar og Belfast, höfuð-
borgar Norður-írlands, og var þangað komið fyrir birtingu
næsta morgun, svo að ekki gafst tækifæri til að sjá írland rísa
Ur sæ, og harmaði ég það, en sú var bót í máli, að mér gafst
Slðar tækifæri til að aka með sjó fram í einu fegursta héraði
landsins. Þar sem ekki er um neina tollskoðun að ræða í
Elster, þegar þangað er komið frá Skotlandi eða Englandi,
var ég fáum mínútum eftir komu mína til Belfast setztur í
bifreið, sem flutti mig til gistihúss þess, sem mér var ætlað
að dvelja í. Reyndist þetta vera gistiheimili frekar en venju-
legt gistihús, og mætti ég þar þegar þeini hjartahlýju og til-
gerðarlausu alúð, sem ég hafði fyrir hitt lijá þeim írum, sem
eg hafði áður kynnzt, og þótti vænt um, að þessi skyldi vera
Rnn fyrsta reynsla á írskri grund, en sú var hún jafnan dvöl-
lna á enda.
Bjó ég þarna, meðan ég dvaldist í írlandi. Húsum réðu
bjón, sem áttu þrjú börn, á aldrinum 12—18 ára, og var við-
1711)1 þeirra allra jafnan sem ég væri gamall vinur. Þótt ég eigi
nu nrinningar frá írlandi um fagurt land og merkar stofnanir,
nnnningar, sem jafnan verða huganum kærar, þá eru það
minningarnar um fólkið, sem ævinlega verða hjartfólgn-