Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 68
140 EIMREIÐIN leiða á Atlantshafi til Bretlands. Eisenhower Bandaríkjafor- seti, yfirhershöfðingi bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni, sagði í ræðu, er hann heimsótti Ulster eftir styrjöldina, að án samvinnu Ulster við Bretland hefði ekki verið unnt að undirbúa innrásina, sem bjargaði þjóðum Evrópu úr klóm nazismans. Seinast en ekki sízt: Ulsterbúar vildu ekki hafa yfir sér ríkisstjórn, sem yrði að mestu skipuð rómversk-kaþólskum mönnum. Lausn sú, sem fékkst, var að óskum yfirgnæfandi meirihluta íbúa Ulster, og það verður að segja það eins og það er, að sameining írlands virðist eiga langt í land og sannast að segja engar líkur til nú frekar en fyrr, að hún nái verulegu fylgi í Ulster, þótt viðurkennt sé, jafnvel af mætustu leiðtogum þar, að „við aðrar aðstæður en fyrir hendi eru, væri eðlilegt að álykta, að eyland af þessari stærð ætti að vera efnahagsleg og stjórnmálaleg heild“. — En aðstæðurnar eru ekki fyrir hendi að þeirra áliti, og telja þeir málið hafa verið leyst til fram- búðar með fyrrnefndri skiptingu. En hvað sem líður öllum ágreiningi milli Suður- og Norður-írlands, má fullyrða, að beztu menn beggja vegna landamæranna vilja góða sambúð og vinsamleg skipti og friðsamlega lausn vandamálanna, og sá er án efa almenningsviljinn, þótt enn séu til menn, sem vilja beita vopnum í baráttu fyrir sameinuðu írlandi, og það valdi á stundum erfiðleikum. írar allir dá ættjörð sína og lofa hana í söng og ræðu, og ættjarðarást þeirra er rík, þótt mikill útflutningur fólks hafi löngum átt sér stað frá írlandi og eigi sér stað enn í dag, einkum frá Suður-írlandi. Milljónir manna Itafa yfirgefið þetta fagra og góða land, og þótt írar, hversu fjarri grænu eyjunni sinni sem þeir eru, ali í fjarlægð allt lífið sfna fegurstu drauma, er allir eru bundnir töfrum smaragðeyj- unnar, er reyndin sú, að fæstir koma aftur til að setjast að. Hinar miklu framfarir í Ulster hafa þó leitt til þess, að út- flutningur fólks þaðan hefur minnkað stórum, en frá Suður- írlandi er enn útstreymi, ekki aðeins til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálands og fleiri fjarlægra landa, held- ur og til iðnaðarborganna á Englandi og Skotlandi. Vesturfarir frá Ulster hófust 1718. Þá fóru 750 Ulsterbúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.