Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 74
146 EIMREIÐIN Víða gat að líta golfvelli mikla og baðstaði á ströndinni. Streyma tugþúsundir manna á þessar slóðir á sumrin frá Eng- landi, Skotlandi og víðar að. í þessari ferð var komið við í Tallymore Park, sem er í skjóli fjalla í nálægð Shimnaárinnar, og er nú ríkiseign. Þarna bjuggu áður mann fram af manni jarlarnir af Roden, en urðu að selja eignina vegna skattabyrða. Rodenarnir voru í nokkuð óvanalegum tenglum við menn í fjölmörgum löndum um að skiptast á fræi ýmissa tegunda. Gróðursettu þeir trjáfræ frá mörgum löndum í brekku mikilli, og er þarna nú hinn sérkennilegasti og fegursti lundur, sem ég hef augum litið, og fjölbreytni trjátegundanna ótrúleg. Er hallaði degi, var ekið til Newcastle, sem er fagur bær á sjávar- ströndinni og frægur baðstaður. Neyttum við tedrykks á Slieve Donard gistihúsi, sem er mesta gistihús írlands og dregur nafn af fjallinu Slieve Donard, sem þarna skagar í sjó fram og er rómað fyrir sína sérkennilegu fegurð. Er það fögur sjón, að sjá þetta granitfjall, sólu glitað eða faldað hrímdúki, en það er þarna „yzti vörður við unnir blár“. Áður en ég lagði í þetta ferðalag, tilkynnti hr. Oliver mér, að mín væri vænzt í skrifstofu forsætisráðherra kl. 10 daginn eftir. Lagði ég því leið mína þangað á tilteknum tíma og gekk ásamt hr. Montgomery, forstöðumanni upplýsingadeild- arinnar, á fund forsætisráðherra. Var þetta kurteisisheimsókn, og tel ég það mikla vinsemd í garð lands míns og stéttar að vera veitt tækifæri til að kynnast þessum merka stjórnmála- manni, sem í meira en áratug hefur verið forsætisráðherra og leiðtogi norður-írsku þjóðarinnar. Var setið um stundarfjórðung við arineld í skrifstofu hans, og spurði hann margs frá íslandi. Duldist mér ekki, að hér var maður, sem hafði mikla þekkingu til að bera um forn söguleg tengsl íslands og írlands, bókmenntir og þjóðlega menningu. Hann spurði einnig um íslenzkan landbúnað, en forsætisráðherrann er líka bóndi, og fannst mér margt í fari hans bera vitni traustri skapgerð og festu bóndans, samfara eðallyndi og víðsýni hins reynda leiðtoga. Að skilnaði bað hann mig að bera íslandi og íslenzku þjóðinni kveðjur með hinum beztu framtíðaróskum. Þennan sama dag skoðaði ég útvarpshúsið í Belfast, en það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.