Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Side 74

Eimreiðin - 01.04.1957, Side 74
146 EIMREIÐIN Víða gat að líta golfvelli mikla og baðstaði á ströndinni. Streyma tugþúsundir manna á þessar slóðir á sumrin frá Eng- landi, Skotlandi og víðar að. í þessari ferð var komið við í Tallymore Park, sem er í skjóli fjalla í nálægð Shimnaárinnar, og er nú ríkiseign. Þarna bjuggu áður mann fram af manni jarlarnir af Roden, en urðu að selja eignina vegna skattabyrða. Rodenarnir voru í nokkuð óvanalegum tenglum við menn í fjölmörgum löndum um að skiptast á fræi ýmissa tegunda. Gróðursettu þeir trjáfræ frá mörgum löndum í brekku mikilli, og er þarna nú hinn sérkennilegasti og fegursti lundur, sem ég hef augum litið, og fjölbreytni trjátegundanna ótrúleg. Er hallaði degi, var ekið til Newcastle, sem er fagur bær á sjávar- ströndinni og frægur baðstaður. Neyttum við tedrykks á Slieve Donard gistihúsi, sem er mesta gistihús írlands og dregur nafn af fjallinu Slieve Donard, sem þarna skagar í sjó fram og er rómað fyrir sína sérkennilegu fegurð. Er það fögur sjón, að sjá þetta granitfjall, sólu glitað eða faldað hrímdúki, en það er þarna „yzti vörður við unnir blár“. Áður en ég lagði í þetta ferðalag, tilkynnti hr. Oliver mér, að mín væri vænzt í skrifstofu forsætisráðherra kl. 10 daginn eftir. Lagði ég því leið mína þangað á tilteknum tíma og gekk ásamt hr. Montgomery, forstöðumanni upplýsingadeild- arinnar, á fund forsætisráðherra. Var þetta kurteisisheimsókn, og tel ég það mikla vinsemd í garð lands míns og stéttar að vera veitt tækifæri til að kynnast þessum merka stjórnmála- manni, sem í meira en áratug hefur verið forsætisráðherra og leiðtogi norður-írsku þjóðarinnar. Var setið um stundarfjórðung við arineld í skrifstofu hans, og spurði hann margs frá íslandi. Duldist mér ekki, að hér var maður, sem hafði mikla þekkingu til að bera um forn söguleg tengsl íslands og írlands, bókmenntir og þjóðlega menningu. Hann spurði einnig um íslenzkan landbúnað, en forsætisráðherrann er líka bóndi, og fannst mér margt í fari hans bera vitni traustri skapgerð og festu bóndans, samfara eðallyndi og víðsýni hins reynda leiðtoga. Að skilnaði bað hann mig að bera íslandi og íslenzku þjóðinni kveðjur með hinum beztu framtíðaróskum. Þennan sama dag skoðaði ég útvarpshúsið í Belfast, en það

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.