Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 58
130 EIMREIÐIN leit sinni. Sá, sem sækist eftir því að koma svo ár sinni fyrir borð, að hann þurfi lítið eða ekkert að starfa, hann reynir það, þegar hann er búinn að ná þessu setta marki, að á hann sækir lífsleiði. í stað lífshamingju hreppir hann óhamingju, því að leiði á lífinu veldur meira auðnuleysi en nokkuð annað. Starfsamur maður verður aldrei leiður á lífinu. Lífsvél starfs- leysingjans ryðgar, en lífsvél hins starfsama manns er fægð og gljáandi, hún ryðgar ekki, en hún slitnar eðlilega. Lífshamingjan er margþætt, en höfuðatriði til þess að öðl- ast hana eru starf, stríð og sigrar: Mikið starf og stríð við alls konar örðugleika, sigrar á örðugleikum, og ekki eingöngu sigrar á alls konar utanaðkomandi örðugleikum, svo sem sjúk- dómum, fjárhagsörðugleikum og mörgu fleiru, heldur líka sigrar á lághvötum manns sjálfs, svo sem á leti, undanhalds- semi, nautnasýki og fleiru. Sigrar á lághvötum eru ef til vill stærstu sigrarnir. Sá maður, sem ekki sigrar sínar eigin lág- hvatir, mun ekki vinna marga sigra á öðrum sviðum lífsins. Starfsleysi, viljaleysi, siðspilling: þessi þrenning fylgist venju- lega að. Þetta er þrenningin, er veldur ryðinu á líkama og sál." Það eru ekki einungis gáfur og fróðleiksgnægð, hugkvæmni, líkingalist og málfegurð, sem gerir Þorstein að þeim fyrir- manni, sem hann er við ritsmíðar og ræðugerð og sennilegast við allt, sem hann vinnur, það mun engu síður að þakka óbil- andi viljaþreki og hjartalagi, sem er hlýtt og tigið, vandlæti hans og kröfu um hrein viðskipti hvers og eins við sína eigin sál, sérhvern einstakling og þjóðina alla, og brennandi áhuga hans á því, að vinna til blessunar landi og lýð. Þegar allt þetta leggst á eitt, er ekki að undra, þótt straumþunginn í ræðum hans sé næsta mikill. Þorsteinn er einn hinna veilu- og vammlausu manna, sem ósjálfrátt og vitandi vits gera mannlífið heiðarlegra og betra. Þess vegna, meðal annars, býr þróttmeiri þroskaeggjun í ræðum hans en flestra annarra manna. , „Skráð og flutt“ er happafengur öllum þeim, sem annt er um drenglund og heiður þjóðar sinnar. Ber höfundi og út- gefendum alhugar þökk fyrir þessa ágætu bók, sem er bæði ytra og innra gróin myndarskap og prýði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.