Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 72
144 EIMREIÐIN stofu, 48 fulltrúar einmenningskjördæma, en 4 fulltrúar há- skólans, Queen’s University, í Belfast, og í efri deild 12. Full- trúi konungsvaldsins er landstjórinn, en ráðherrar ábyrgir gagnvart þingi Norður-írlands. Forsætisráðherra er Brooke- borough lávarður, en landstjóri er nú Wakehurst lávarður. Valdsvið landstjórans er ákveðið í stjórnarskránni. Stormonteignin varð opinber eign 1921, og var þá hafinn undirbúningur að þinghúsbyggingunni, en fyrsti þingfundur í henni var haldinn haustið 1932. Eftir að ég hafði skoðað þinghúsið, gekk ég á fund hr. Moore, skrifstofustjóra í land- búnaðarráðuneytinu, og átti við hann viðtal um landbúnað Norður-Irlands. Hér er ekki rúm til að segja neitt að ráði frá þeim málum, en þess vil ég þó geta, að landið er gott, moldin frjó, ræktun á háu stigi og framfarir yfirleitt miklar. Verðmæti landbúnaðarafurða Norður-írlands nam á fjárhags- árinu 1954—55 tæpum 4 milljörðum ísl. króna, og var þar af útflutt fyrir rúmlega 2.6 milljarða. I sumum greinum standa Ulsterbúar framar öllum öðrum hlutum brezka konungsríkis- ins á sviði landbúnaðar, svo sem um allt, er varðar umbúðir, flutning, eftirlit og meðferð á landbúnaðarvörum, enda liafa ströng lög verið í gildi um þetta frá 1924. Bústofninn er undir mjög ströngu eftirliti, og eru lög um það tiltölulega ný, og fjölgar þeim bændum stöðugt, sem hafa vottorð um, að búfé þeirra sé heilbrigt. Búnaðarfélög eru mörg og búfjársýningar tíðar og mikið sóttar, eru sumar meðal hinna kunnustu, sem haldnar eru á Bretlandseyjum. Tilraunabú eru rekin og nútímavélar í notk- un, jafnvel á smábýlunum. Athyglivert þótti mér, að bændur hafa með sér framfara- og menningarsamband, og eru í því sérstakar deildir fyrir unga bændur, sem sjálfir skipuleggja og halda sínar eigin búfjársýningar. — Bændur stunda fjölrækt. Margir eiga sauðfé, og er ég sá sauðfé upp til fjalla, fannst mér það til að sjá miklu líkara íslenzka sauðfénu en ég hafði búizt við. Það er annars dásamlegt að aka upp til fjallanna, en mér veittist tækifæri til þess síðar í ágætu veðri. Það var þriðja dag minn í Belfast, 2. október, í hópi nokkurra gesta Ferða- skrifstofu ríkisins, og var fararstjóri hr. Frizzell, framkvæmda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.