Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 81

Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 81
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT 153 segir.“ „Það er efalaust rétt,“ sagði Sigurður Magnússon, „en í þetta sinn voru þeir að leiða kúna frá Hamarsgerði til bola á Mælifellsá, — blessuð skepnan var víst dálítið óþolinmóð — og hún þagði ekki yfir því.“ — Þögn sló á hópinn, og nú skil ég það vel. Veruleikinn hafði sópað hinu dularfulla, kitlandi burtu. Þetta var ágætt meðal gegn hjátrú og hindur- vitnum, og ég bjó lengi og vel að því. Þannig viðburðir festast 1 minni barnsins óafmáanlega. Sveinn hét maður Gunnarsson, er flutti frá Húsey að Mælifellsá á síðasta tugi 19. aldar. Er mér það fyrir barns- minni. Sveinn skrifaði síðar bók, er hann nefndi Veraldar- sögu, hreinskilin frásögn af lífi hans, þar á meðal, er hann barðist við Friðrik alþm. Stefánsson, nágranna sinn. Börðust þeir á hestbaki, svo að þetta var eins konar burtreið, en í stað stanga höfðu þeir, að sögn Sveins, svipur. Sveinn kom síðari hluta vetrar, minnir mig, með fé sitt fram í beitarhús frá Mæli- fellsá, sem voru þá í austara mynni Kiðaskarðs. Lá hann þar um nætur, en hélt fénu til beitar um daga. Einhver lítils- háttar hey hafði hann þar, en jafnan varð Sveinn heytæpur. Einn veturinn tók faðir minn af honum 40 kindur á Þorra °g voru þá orðnar grannar. Var erfitt að halda lífinu í þeim þrátt fyrir kappgjöf. Þeir Sveinn og faðir minn voru vinir, °g hafði Sveinn marga kosti, var góður drengur, duglegur og kappsamur með afbrigðum, glaður í lund og æðrulaus, þótt 1 móti blési. Hann var dugnaðarforkur hinn mesti, braskari ahmikill með hesta, kýr og sauðfé. Síðar varð hann kaup- ^iaður í Söluturni á Lækjartorgi í Reykjavík og loks á Sauð- arkróki, græddist þá fé, að sögn, og dó gamall. Meðan hann ^ hjá sauðfé sínu í Mælifellsárseli, kom liann oft niður að ^falifelli og gisti þar. Kaldur var hann þá oft, svangur og Jha til reika, enda vistin svöl og ill í selinu, dimmu og köldu. En ætíð var liann kátur og gerði að gamni sínu, vongóður °g hjartsýnn. Hann flutti með sér fjör og líf, hvar sem hann ^ör. Um vorið flutti svo fólk hans að Mælifellsá. Tvisvar hrann hjá honum þau árin, fyrst hluti af bænum, síðar hey. hað var um hávetur, er bærinn brann. Kom þá drengur hlaup- andi um hánótt í hríðarveðri og hrópaði á glugga, hvað eftir annað: Bærinn á Mælifellsá er að brenna! Brugðu menn við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.