Eimreiðin - 01.04.1957, Blaðsíða 81
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT
153
segir.“ „Það er efalaust rétt,“ sagði Sigurður Magnússon, „en
í þetta sinn voru þeir að leiða kúna frá Hamarsgerði til bola
á Mælifellsá, — blessuð skepnan var víst dálítið óþolinmóð
— og hún þagði ekki yfir því.“ — Þögn sló á hópinn, og nú
skil ég það vel. Veruleikinn hafði sópað hinu dularfulla,
kitlandi burtu. Þetta var ágætt meðal gegn hjátrú og hindur-
vitnum, og ég bjó lengi og vel að því. Þannig viðburðir festast
1 minni barnsins óafmáanlega.
Sveinn hét maður Gunnarsson, er flutti frá Húsey að
Mælifellsá á síðasta tugi 19. aldar. Er mér það fyrir barns-
minni. Sveinn skrifaði síðar bók, er hann nefndi Veraldar-
sögu, hreinskilin frásögn af lífi hans, þar á meðal, er hann
barðist við Friðrik alþm. Stefánsson, nágranna sinn. Börðust
þeir á hestbaki, svo að þetta var eins konar burtreið, en í stað
stanga höfðu þeir, að sögn Sveins, svipur. Sveinn kom síðari
hluta vetrar, minnir mig, með fé sitt fram í beitarhús frá Mæli-
fellsá, sem voru þá í austara mynni Kiðaskarðs. Lá hann þar
um nætur, en hélt fénu til beitar um daga. Einhver lítils-
háttar hey hafði hann þar, en jafnan varð Sveinn heytæpur.
Einn veturinn tók faðir minn af honum 40 kindur á Þorra
°g voru þá orðnar grannar. Var erfitt að halda lífinu í þeim
þrátt fyrir kappgjöf. Þeir Sveinn og faðir minn voru vinir,
°g hafði Sveinn marga kosti, var góður drengur, duglegur og
kappsamur með afbrigðum, glaður í lund og æðrulaus, þótt
1 móti blési. Hann var dugnaðarforkur hinn mesti, braskari
ahmikill með hesta, kýr og sauðfé. Síðar varð hann kaup-
^iaður í Söluturni á Lækjartorgi í Reykjavík og loks á Sauð-
arkróki, græddist þá fé, að sögn, og dó gamall. Meðan hann
^ hjá sauðfé sínu í Mælifellsárseli, kom liann oft niður að
^falifelli og gisti þar. Kaldur var hann þá oft, svangur og
Jha til reika, enda vistin svöl og ill í selinu, dimmu og köldu.
En ætíð var liann kátur og gerði að gamni sínu, vongóður
°g hjartsýnn. Hann flutti með sér fjör og líf, hvar sem hann
^ör. Um vorið flutti svo fólk hans að Mælifellsá. Tvisvar
hrann hjá honum þau árin, fyrst hluti af bænum, síðar hey.
hað var um hávetur, er bærinn brann. Kom þá drengur hlaup-
andi um hánótt í hríðarveðri og hrópaði á glugga, hvað eftir
annað: Bærinn á Mælifellsá er að brenna! Brugðu menn við