Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 26
Hjalti Þórarinsson yfirlæknir, dósent:
Krabbamein í lungum
Undanfarið hefur mikið verið ritað og rætt um skaðsemi reyk-
inga fyrir líkamann og þá einkum í sambandi við krabbamein i
lungum. Nú má telja sannað, að vindlingareykingar valdi vissum
tegundum krabbameins í lungum, og margt bendir til að reyk-
ingar séu einnig skaðlegar fyrir kransæðar hjartans og útlimaæðar,
og e. t. v. valda þær fleiri sjúkdómum.
Vindla- og pípureykingar eru álitnar talsvert hættuminni, en þ°
leikur vafi á, að þær séu með öllu skaðlausar.
Krabbamein í lungum var rnjög sjaldgæfur sjúkdómur um síð-
ustu aldamót og hvergi algengara en 2—4% illkynjaðra æxla.
A öðrum og þriðja tug aldarinnar eykst tíðni sjúkdómsins veru-
lega í mörgum löndum og sama gildir um krabbamein í barka.
Fátthvað af þessari aukningu stafaði af betri greiningu sjúkdóms-
ins, en annað hlaut þó að koma til. Nú er svo komið í sumum
löndum, svo sem Bretlandi og Bandaríkjum N-Ameríku, að lungna-
krabbi er orðinn algengasta krabbameinið sem hrjáir mannkindina
og er um 25—30 hundraðshlutar allra illkynjaðra æxla. Við ís'
lendingar virðumst ekki ætla að verða eftirbátar í þessu fremur en
<)ðru, því að nú síðustu árin hefur þessi sjúkdómur farið mjög i
vöxt, enda þótt ekki sé ennþá um sömu tíðni að ræða og þar sem
hann er algengastur erlendis. Þó eru líkur til, að með sömu aukn-
ingu og verið hefur undanfarin ár, verði fjöldi sjúklinga með
þennan sjúkdóm orðinn 100 á ári eftir 5—6 ár.
Ég mun ekki ræða neitt að ráði orsakir sjúkdómsins. Það mundi
vera að bera í bakkafullan lækinn, jafn mikið og hefur verið um
þetta ritað og rætt undanfarið. Þó vil ég geta þess, að efnin eru
fjölmörg auk tóbaksreyksins, sem vísindamenn hafa illan bifur á,
svo sem arsen, krómsölt, nikkel, tjara, asphalt, ýmsar geislavirkar
lofttegundir, steinolía og benzíngufur. Það kom sem sé í 1 jós, að
lungnakrabbi var mjög algengur meðal námamanna, þar sem eitt-
hvað af þessum efnum var fyrir hendi, og sjúkdómurinn er algeng-