Eimreiðin - 01.01.1964, Page 30
18
EIMREIÐIN
en skilar frá sér kolsýru og öðrum úrgangsefnum. Með vefjarann-
sóknum er unnt að greina fjórar aðaltegundir krabbameins í lungum
eftir frumunum, sem mynda æxlin. Þau vaxa mjög mishratt, en eru
öll illkynja. Tæpur helmingur þessara meinsemda vex í stærstu
barkakvíslunum, en rúmlega helmingur í jxdm smærri og sumar
meinsemdirnar alveg út undir yíirborði lungans.
Æxlin í stærstu barkakvíslunum valda einkennum yfirleitt seinna,
vaxa hraðar og berast fyrr út um líkamann með blóði eða sogæðum.
Þau eru jrví erfiðari viðureignar, af því þau finnast seinna.
Krabbamein í lungum getur komið á livaða aldri sem er, en er
algengast á aldrinum 45—55 ára. Síðustu árin hefur tíðnin þ°
aukizt verulega í hærri aldursflokkunum, enda fer gömlu fólki
mjög fjölgandi í flestum menningarlöndum.
Sjúkdómurinn er um 6—8 sinnum algengari hjá karlmönnum
en konum, en sífellt eykst þó tíðnin hjá kvenfólki. Skýringin gæti
verið sú, að karlmenn reykja meira og hófu fyrr reykingar að ráði
en kvenfólk. Þá er og ryk og sót í andrúmslofti og verksmiðjum,
sem ýmsir telja að geti valdið krabbameini, og karlmönnum er
hættara við Jdví en kvenfólki.
Rétt er þó að taka skýrt frarn, að lungnakrabbi er alls ekki fa-
tíður meðal Jteirra, sem reykja lítið eða alls ekki, og verða þeif
einnig að vera á verði gagnvart sjúkdómnum.
í lungum koma þó einnig fyrir góðkynja æxli, sem geta valdið
sams konar einkennum og krabbamein, en brottnám þeirra er
auðvelt og bati varanlegur. Séu þau ekki tekin, geta Jrau Jró breytt
um vaxtareðli og tekið til að haga sér eins og illkynja æxli.
Af einkennum þessa sjúkdóms er hósti langalgengastur, og oftast
hafa sjúklingar hann, þegar þeir leita læknis.
Hóstinn stafar sumpart af ertingu frá æxlinu, en einnig af bólg-
um, sem eru komnar í ofan á lag. í byrjun er hóstinn oftast þtu'1
og harður, en þegar frá líður fá sjúklingarnir uppgang, fyrst slím-
kenndan, síðan meira eða minna graftarkenndan. Nú er Jrað svo,
að Jreir sem mikið reykja, og raunar ýmsir fleiri, þjást oft af lang'-
varandi lungnakvefi, og er hósti þeirra aðaleinkenni. Þó breytist
hóstinn hjá Jieim og uppgangur eykst og verður graftarkenndur,
ef um æxli er að ræða.
Blóðhósti, eða blóðlitaður uppgangur, er sjaldgæfur sem fytsta
einkenni, eða aðeins hjá 5—6% og er Jtað miður, Jrví að sjúklingaf
leita venjulega læknis, undir eins og þeir verða varir við blóð i