Eimreiðin - 01.01.1964, Qupperneq 31
EIMREIÐIN
19
nppgangi, og myndi þetta einkenni því geta flýtt fyrir sjúkdóms-
greiningunni, ef það væri oftar til staðar í byrjun. Síðar í sjúk-
dómnum verður blóðhósti hins vegar algengur, ef æxlið fær að
vaxa óáreitt. Það gildir sama með hósta eins og önnur einkenni
þessa sjúkdóms, að þau koma mjög mismunandi snemma í sjúk-
dómnum og ágerast mishratt. Lungnabólga er algeng, jafnvel sem
fyrsta einkenni, einkum ef æxlið vex í smærri berkju, og er þá
komið á það stig, að það hefur að einhverju leyti eða alveg stíflað
hingnapípuna. Myndast þá loftlaust svæði eða lungnahluti frá
stíllunni og út að yfirborði lungans, þar safnast saman slím, sýklar
na yfirhöndinni og valda bólgu.
Einkennin eru alveg hin sömu og við venjulega taksótt, svo
Sem hiti, hósti, uppgangur, mæði og verkur, og er því ofur eðlilegt
°o raunar nauðsynlegt, að læknar gefi þessum sjúklingi sýklaeyð-
andi lyf, og oft hverfa einkennin á nokkrum dögum og sjúkling-
Urinn virðist albata, en algengt er, að nokkrum vikum eða mánuð-
Urn síðar fái sjúklingurinn lungnabólgu á ný, ef um krabbamein
er að ræða. Hjá öllum miðaldra og eldri sjúklingum er því skyn-
samlegt — og raunar sjálfsagt — að láta taka röntgenmynd af
h'ngum að afstaðinni lungnabólgu, einkurn ef batinn er óeðlilega
hægfara og sérstaklega verður að vera vel á verði, ef um síendur-
teknar lungnabólgur er að ræða.
Stundum lýsa sjúklingar sérkennilegu pípi eða flautuhljóði, sem
þeir heyra öðrum megin í brjóstholi, bundið við öndun og alltaf
<l sama stað. Þetta hljóð táknar ævinlega þrengsli í lungnapípu og
stafar oft af æxli, sem þar fer smá stækkandi. Enginn glöggur læknir
hetur þetta einkenni fram hjá sér fara.
Mæði er ekki algeng í byrjun sjúkdómsins, en verður það þegar
h'á lfður, og stafar þá af bólgum, stífluðum lungnapípum, eða að
a^xlið er orðið mjög útbreitt í lunganu. Einnig getur verið kominn
vókvi í brjóstholið, sem myndast gjarna fljótt, ef æxlið vex utar-
'ega í lunganu eða meinvörp frá æxlinu koma í brjósthimnuna.
hyngslaverkur fylgir oft stíflu í lungnapípu og vægur takverkur
getur stafað af bólgunni einni, ef um lítið æxli er að ræða, en sár
°g stöðugur verkur táknar oftast, að um er að ræða stórt æxli, sem
húið er að vaxa lengi, og ef verkurinn er mjög sár, þá er æxlið oft
vaxið út í brjósthimnu, millirifjataugar, inn í liein eða komin eru
'Reinvörp í rifbein eða hryggjarliði. Meinvörp frá lungnakrabba
hoina einnig oft í heila, mænu, lifur, nýrnahettur og húð. Fyrir