Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1964, Side 46

Eimreiðin - 01.01.1964, Side 46
34 EIMREIÐIN legu höfðingja, sem almennt voru viðurkenndir sem meðalgöngu- menn guða og manna. Drúídareglan hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir djúpstæðan skilning á náttúrunni og lögmálum hennar. í Brezku alfræðiorðabókinni er sagt, að landafræði, líkamsrækt, guðfræði og stjörnufræði hafi verið eftirlætis-námsgreinar þeirra. Drúídar höfðu gTundvallar-þekkingu á læknisfræði, einkunr hvað snerti notkun ýmiss konar lyfjagrasa. Frumstæðir uppskurðarhnífar lrafa fundizt í Englandi og á írlandi. í fornu plaggi um brezkar lækningar á fyrri tímum er sagt, að til þess væri ætlazt, að sérhver læknir hefði garðskika til þess að rækta í honum lyfjagrös þau, er nauðsynleg voru í starfi hans. Orðið Druidi er komið úr keltnesku af dru-wid; dru — mikið og wid — sem er sama sögnin og íslenzka orðið vita. Druidi er því sá, sem veit mikið, býr yfir djúpri þekkingu. Þeir voru innvígðir í leynireglu eða skóla, sem þeir höfðu og kallaður v'ar Druidisku launhelgarnar. Fræðimenn hafa mikið brotið heilann um hina leyndu vizku, sem Druidarnir töldu sig búa yfir, en leyni-kenning- ar þeirra voru aldrei skrásettar, heldur var sérstaklega undirbúnum lærisveinum trúað fyrir þeim munnlega. Svo mikið vita menn þó> að Druida-reglunni var skipt í þrjár aðgreindar deildir og leyndar- mál þeirra eru talin hafa samsvarað næstum alveg fyrstu þrem stig- um Frímúrarareglunnar nú á dögum. Lægstu deildar-menn voru kallaðir óveitar (Ovates). Þetta var eins konar heiðurs stig og til þess þurfti sérstaka hreinsun eða undirbúning. Óveitarnir klæddust grænum búningi, sem var litur lærdóms nreðal Druida, og var aetl- azt til þess, að þeir hefðu nokkra þekkingu í læknisfræði, stjörnu- fræði, og helzt að kunna eitthvað fyrir sér í skáldskap og hl jónalist. Óveitinn var einstaklingur, sem fékk inngöngu í Druida-regluna, sökum almennra mannkosta sinna og staðgóðrar þekkingar á vanda- málum lífsins. Annarar deildar-menn voru kallaðir Bardar. Þeir voru klæddir himinbláum klæðurn, sem táknuðu samræmi og sannleik, og var þeim lagður á herðar sá mikli vandi að læra utanað, meira eða minna, hin tuttugu þúsund vers hinna heilögu skáldamála Druida- Á myndum voru þeir oft sýndir með frumstæða brezka eða írska liörpu; en hljóðfæri þetta hafði mannshár í strengjum, sem voru jafnmargir og rifbeinin í annarri síðu mannlegs líkama. Bördunum var oft falið að uppfræða lærisveina þá, er sóttu um inngöngu í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.