Eimreiðin - 01.01.1964, Side 48
36
EIMREIÐIN
Til þess að geta fengið aðgang að reglunni þurfti maður að vera
vel ættaður og standa á háu siðferðisstigi, vammlaus að framferði-
Engir mikilvægir leyndardómar voru opinberaðir honum fyrr en
fyrir hann höfðu verið lagðar margvíslegar freistingar og skapgerðar-
styrkur hans þrautreyndur. Drúídar kenndu þjóðum Bretlands og
Gallíu um ódauðleik sálarinnar. Þeir trúðu á það, sem kallað hefur
verið sálnaflakk, og að því er virðist á endurholdgun. Þannig gátu
þeir hugsað sér að taka lán í þessu lífi gegn greiðslu í hinu næsta.
Þeir trúðu á eins konar hreinsunareld eða víti, þar sem þeir myndu
hreinsast af syndum sínum og að lokum hverfa til samfélags við
guðina í gleði og hamingju. Drúídar voru bjartsýnismenn, þeU
kenndu, að allir myndu að lokum öðlast lausn eða frelsun, en suinu
þyrftu að snúa hvað eftir annað til jarðarinnar til þess að læra
lexíu mannlegs lífs og vinna bug á hinu illa í eðli sínu.
Áður en ungbróður var trúað fyrir hinum leyndu kenningunt
Drúída varð hann að sverja þess eið, að varðveita jrær. Þessar kenn-
ingar voru einungis opinberaðar í dýpstu skógarfylgsnum og dimm-
um hellum. Á þessum stöðum víðsfjarri mannabyggðum, var ung-
bróðirinn uppfræddur um sköpun alheimsins, persónuleika guð-
anna, náttúrulögmálin, leyndarmál dulfræðilegra lækninga, dular-
fullan gang himintungla og undirstöðuatriði í töfrum og göldrum-
Talið er, að vígslur liafi farið fram við sólhvörfin. í dagrenning
þann 25. desember var haldin fæðingarhátíð Sólar-guðsins.
Talið hefur verið, að kenningar Drúída hafi borið keirn af heim-
speki Pyþagóringa. Drúídar höfðu helga Mey eða Jómfrú-móðm,
með barn í örmum, sem var launhelgum jteirra heilög, og upprisa
Sólar-guðs þeirra átti sér stað á sama árstíma og við kristnir menn
höldum páskahátíð.
Hinar venjulegu gráður Drúída-launhelganna voru þrjár, en þa^
var ekki heiglum hent að standast Jrær Jrrautir allar með sóma. U>n-
sækjandi var þannig grafinn í líkkistu til Jtess að tákna dauða Sólaf
guðsins. En þyngsta raunin var þó sú, að vera settur á haf ut •>
opnum báti. Margir létu líf’ið, er þeir gengust undir Jressa raun-
Sagt var um Jrá fáu, sem stóðust Jressa Jrriðja stigs-raun, að þeU
„endurfæddust“, og voru síðan uppfræddir í hinum huldu, leyn1'
legu sannindum, sem Drúída-prestarnir höfðu varðveitt frá alda
öðli. Margir þessara innvígðu bræðra hlutu síðan tignarstöður 1
stjórnmála- og trúarlífi Betlands.