Eimreiðin - 01.01.1964, Page 55
EIMREIÐIN
43
J<rá borginni San Sebaslian.
eltir. Ég gekk líka niður á strönd-
tnu 0g þar varð ég sjónarvottur
aÖ einhverju stórkostlegasta sjón-
arspili, sem fyrir augu mín hefur
borið í mynd sólarlags, er sólin
hneig sem eldrauður hnöttur í
graenbláan hafflötinn. I>ví sólar-
htgi við Biskayjaflóa gleymi ég
aldrei.
A heimleiðinni í hótelið komum
V]ð í verzlun, sem bar heitið „Norð-
Urpólsbúðin“. Við spurðum, hvort
ekki væri töluð íslenzka í slíkri
verzlun og hvort ekki fengist þar
skyr, skata eða hákarl, en þegar
Su varð ekki raunin, snerum við
a hrott og varð fátt um kveðjur.
hegar við fórum að hátta, urðum
v>h þess vör, að við höfðum nálg-
azt suðrið, því í stað sænga eða
stoppteppa voru aðeins þunn lök
í rúmunum.
Morguninn eftir vorum við, eins
°g raunar flesta aðra daga, vakin
eldsnemma eða klukkan sex að
morgni. Ferðinni var heitið alla
leið til Madrid um kvöldið, en Jttað
er nær 500 km vegalengd, og Javí
ekki að ófyrirsynju að taka daginn
límanlega. Hins vegar var starfs-
fólkið í veitingahúsinu ekki eins
árrisult og við og varð nokkur
dráttur á að við fengjum morgun-
kaffið í Jaetta sinn.
Leiðin frá San Sebastian lá fyrst
eftir Jiröngum dal eða öllu heldur
éftir árgljúfri, sem allt er skógi
vaxið á efstu brúnir. Skógurinn
virðist nytjaður að verulegu leyti
til pappírsgerðar, Jiví við ána, sem
leiðin liggur meðfram, er hver
pappírsverksmiðjan við aðra og úr-
gangurinn frá Jieim, gulhvít, Jjykk
froða, fellur niður eftir ánni,
Jrannig að í vatnið sjálft sér ekki
nema endrum og eins. Þetta er
líkast íshröngli til að sjá.
Þoka liggur niðri í gljúfrinu.