Eimreiðin - 01.01.1964, Qupperneq 64
52
EIMREIÐIN
samanburður var Spánverjum held-
ur í óhag. ítölsku lögin eru „melod-
iskari“, sönghæfari, léttari. Þau
minna á luglskvak að vori. Ég
þekki heldur ekkert land og enga
þjóð, sem á sér fegurri þjóðlög
heldur en ítalir. Þjóðlög Spánverja
eru í rauninni allt annars eðlis og
á engan hátt skyld þeim ítölsku,
þó mér yrði það á að bera þau
saman. Það livílir yfir mörgum
þeirra þunglyndislegur blær eða
grunntónn, sem minnir á saknað-
arkennd, oft langdregin og einhæf.
Manni detta íslenzk rímnalög eða
þá arabiskir söng\'ar í hug, en er
þó hvorugt. Það eru — og verða —
spænsk þjóðlög og ekki neitt annað.
Og það merkilega við þessi spænsku
þjóðlög er það að þau sitja í manni,
orka hægt og sígandi á heyrnar-
skyn eða tónskyn hlustandans og
nú orðið langar mig í ekkert meira
en hlusta á þjóðlög frá Spáni.
Gítarinn er undirleikshljóðfæri
Spánverjanna á skemmtistað, í
heimahúsi og á götu úti. Ekkert er
algengari sjón í þorpum, bæjum
og borgum, heldur en að sjá Spán-
verjana taka sér gítar í hönd eftir
vinnu á kvöldin, taka sér sæti á
bekk eða húströppum á götum úti
og byrja að spila og syngja. Hann
gerir það ekki til að láta hlusta á
sig eða dást að sér, heldur ekki til
að betla eins og ítalskur götusöngv-
ari myndi gera, nei, hann er aðeins
að svala einhverri tilfinningaútrás
sinni í ljóði og söng. Ef til vill er
það ástarþrá eða ástarsorg, ef til
vill draumur um hetjudáð sem
nautabani, eða þá aðeins þrá til að
syngja. Heima á íslandi væri þvl'
líkt fyrirbæri með öllu óhugsandi
— suður á Spáni er ekkert sjálfsagð-
ara.
Það er óþarft að taka fram a®
þeir sem dansa þjóðdansa eða
syngja þjóðlög klæðast þjóðbúning-
um, hvort heldur þeir koma frani i
„rauðu myllunni“ eða öðrum
skemmtistöðum á Spáni. Þjóðbún-
ingar eru breytilegir eftir lands-
hlutum og héruðum, en það er
búningur nautabanans sem sker sig
úr hvað skraut og fegurð snertir.
Úti á götum eða við störf sést fád
af fólki í þjóðbúningum.
Klukkan 2 um nóttina hélduffl
við úr „rauðu myllunni" heiffl a
hótelið okkar við Prado. StepP'
dans Spánverjanna hafði kofflið
einhverri ólgu á blóðið og okkur
hjónunum fannst við ekki geta far'
ið að sofa strax. Við buðum ein*
um ferðafélaganna, Svissneskn
konu inn í herbergið okkar og gá^'
um henni hollenzkt vín að drekka-
Þessi Svissneska kona sagðist vera
ekkja, eða svo hélt hún að minnsta
kosti. Hún giftist á æskuárum sffl-
um þýzkum júða. Hann varð að
flýja föðurland sitt þegar Hitlei
komst til valda og þá settust þaU
að í Hollandi. Þar áttu þau haffl
ingjusama daga, hann var í ágaet11
atvinnu og þau konni sér upp >lU\
islegu heimili. Allt í einu syrtl 1
lofti. Þjóðverjar brutust inn yi*1
hollenzku landamærin með óvígaU
her og gráan fyrir járnuin. H°
land var hernumið í einu vetfang1
og áður en nokkur hafði áttað sig a
hvað skeð hafði. Nokkrum vikuffl