Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 68

Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 68
56 EIMREIÐIN óvænii boðskapur hafði gert það að verkum, að hún var fölari en hún átti að sér og hönd hennar titraði. Þrátt fyrir kuldalegt fas hans, var hann hrærður og langaði til að hug- lireysta hana. „O, jæja,“ sagði hann hikandi, „sennilega gerist ekki neitt, þegar til kemur. Ég hefi nú verið læknir í þrjátíu ár og ætti að vita, hversu oft slíkar yfirlýsingar sérfræðinga eru tómt þvaður. Það eru mörg dæmi þess, að menn, sem ganga með hjartasjúkdóm, hafa lif- að og leikið sér í mörg ár.“ Hann hló uppgerðarhlátri. „Ég hef jafn- vel heyrt því fleygt, að bezta ráðið til að tryggja sér langlífi, sé að verða sér úti um hjartasjúkdóm." Um leið og læknirinn lauk setn- ingunni, sneri hann sér við og gekk út úr skrifstofu sinni, niður stigann og út á götu. Hann hafði langað til að leggja handlegginn um herðar dóttur sinnar, þegar hann var að tala við hana, en þar eð hann hafði aldrei látið í ljós tilfinningar sínar eða sýnt neina viðkvæmni, í samskiptum sínum við hana, tókst honum ekki að yfir- vinna djúpstæða andlega tregðu, sem hneppti athafnir hans í fjötra. Mary hafði staðið lengi við gluggann og horft niður á götuna. Ungi maðurinn í köflóttu fötunum, Duke Yetter hét hann, hafði nú lokið sögu sinni og hlátrasköll kváðu við á ný. Mary sneri sér við og leit í áttina til dyranna, sem fað- ir hennar hafði horfið út um og hræðsla greip hana. Aldrei á æfi sinni hafði hún kornizt í snertingu við ástúð og innileika. Hún skalf, þrátt fyrir það þó kvöldið væri lrlýtt og milt og með barnslegri, snöggri hreyfingu strauk hún hend- inni yfir augun. Þessi hreyfing hennar var aðeins tjáning þess, að hún vildi reyna að hrinda frá sér þeim ótta, sem hafði lagst yfir hana eins og skuggi, en Duke Yetter, sem nú stóð lítið eitt afsíðis frá hinum, misskildi þessa hreyfingu hennar. Þegar hann sá að Mary lyfti hendinni, brosti hann, leit snöggt við til þess að ganga úr skugga um, að honunr væri ekki veitt athygli, hnykkti svo til höfð- inu og bandaði með höndunum til merkis um að hann vildi, að hún kæmi niður á götuna til móts við hann. Þetta sunnudagskvöld, þegai' Mary hafði gengið eftir endilöngu Upper Main Street, sneri hún inn á Wilmott Street, götu með verka- mannabústaði til beggja handa. A þessu ári höfðu fyrstu flutningar verksmiðja vestur á bóginn, frá Chicago til borganna á gresjunnn náð til Huntersburg. Húsgagna- framleiðandi í Chicago hafði byggt stórt verksmiðjuver í þessunr svefn- uga litla landbúnaðarbæ, í þeirri von að losna þannig undan áhrif- um verkamannasamtakanna, seni höfðu verið farin að gera honum lífið erfitt í stórborginni. Flestir verkamennirnir bjuggu í efri hluta bæjarins, við Wilmott, Swift, Harri- son og Chestnut stræti, í ódýruiu og óvönduðum tinrburkumböldunr. Þetta hlýja sunrarkvöld höfðu íbú- arnir hópast saman á stéttununr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.