Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 88
76
EIMREIÐIN
víst lærður maður, sem kallað er,
hann hefur gengið í hina ágætu
skóla lands síns og numið hin
réttu og viðurkenndu vísindi í
ýmsum greinum, hann er m. ö.
o. menntaður maður, og sjálf-
sagt finnst honum menntun sinni
ekki vera áfátt í neinu. En hann
skortir eigi að síður kunnugleika
á staðreyndum, sagnfræðiskyn,
skynbragð á fornan, góðan svip.
Hann steig ekki fæti inn í hý-
býli kóngsins, segir hann, hann
myndi ekki heldur hafa haft
áhuga á útbúnaðinum inni, þar
skortir glys, en ekki virðuleik.
Yfirleitt hefur varðveitzt rík
menning í liinni fornu tréhúsa-
gerðarlist Þrándheims.
II.
Hef ég sjálfur eigi verið laus
við að skopast að Bandaríkjun-
um, baknaga Bandaríkin? Ekki
tel ég svo vera, enda fer því
fjarri að ég hafi ástæðu til þess.
Fram í rauðan dauðann mun ég
meta það, sem ég lærði í þau
tvö skipti, sem ég dvaldist vestan
hafs, og ég er ekki sneyddur I júf-
um og góðum minningum það-
an. Það er um bandarísku þjóð-
ina í heild, sem ég á við og þjóð-
lífið.
Ég vil drepa á hina miklu
hjálpsemi Vestmanna, samúð
þeirra og gjafmildi. Hér er ekki
rúm til að minnast svo sem vert
væri þeirra Rockefellers, Carne-
gies og Morgans, dánargjaíh'
þeirra eru svo stórbrotnar, að ég
kann ekki skil á neinum mæli-
kvarða til að leggja á þær. Mér
verður liugsað til hjálpsemi al-
mennings í Bandaríkjunum er
kemur fram í hversdagslífinu.
Vestmenn veita undir eins hjálp,
er í nauðir rekur og spyrja ekki
um, hvort sá, sem þiggur, sé mað-
ur til að borga hjálpina síðar
meir. Ég bað eitt sinn unr að fá
nokkra dali gefna til bókakaupa
handa lítilli norskri landnema-
byggð. — Því var prýðilega tekið,
dr. Booth skrifaði nafn sitt fyrst-
ur á listann, en síðan kom runa
af nöfnum, ég varð að gera svo
vel og stöðva söfnunina. Eitt sinn
vann ég hjá tiltölulega fátækum,
írskum bónda, og það bar til að
litla húsið hans brann til kaldra
kola. Þá skunduðu allir nágrann-
ar, nær og fjær, þangað, þeir
hjálpuðu ekki aðeins við að reyna
að slökkva eldinn, en — reistu
þarna von bráðar lnis að nýjtd
Við hjúin gátum róleg haldið
áfram vinnu okkar á ökrunum
og þegar lnisið var timbrað upp,
jrakkað fyrir höfðingsskapinn og
flutt inn.
Ef til vill verður mér fyrirgefið
að ég inni frá persónulegTi
reynslu í þessurn efnum. Þegai'
ég var mjög ungur maður, hafði
ég álpazt til Chicago, en varð
uppiskroppa um fé til að komast
brott þaðan aftur. Ég skrifaði þa