Eimreiðin - 01.01.1964, Síða 89
EIMREIÐIN
77
stutt bréf til kunns Bandaríkja-
tnanns og bað um — bað um 25
dali að láni, en kvaðst þó ekki
geta lofað að borga þá aftur. Ég
fór sjálfur með bréfið. Það var
löng leið, alveg út til sláturhús-
anna, ég spurðist fyrir og fann
skrifstofu mannsins. Hún var
heill geimur og að sama skapi
Ijót, því nær eins og útihús og
fjöldi skrifstofufólks vann þar.
\'ið innganginn stóð ungur mað-
llr, dyravörður, hann tók við
bréfi mínu og fór með það, ég
sá hann stefna til skrifstofunnar
miðrar, þar sem maður sat á
palli og vann við skjöl. Það var
Armour. Eftir það þorði ég ekki
að líta upp, allmjög fyrirvarð
ég mín sjálfsagt, smeykur var ég
h'ka um að beiðni minni yrði
synjað. Dyravörðurinn kom
skjótt aftur, ég vissi ekki fyrr til
en hann stóð hjá mér og afhenti
mér 25 dali. Nokkur stund leið
áður en ég áttaði mig, ég spurði
þá aulalega: „Fékk ég þá?“ „Já,“
anzaði maðurinn ogbrosti.„Hvað
sagði hann?“ spurði ég. „Hann
sagði at your letter luas worth it.“
£g dokaði dálítið við og fletti
seðlunum mínum og spurði:
>.Get ég farið til hans og þakkað
honum fyrir?“ Maðurinn svaraði
hikandi: „Ef til vill. En það
!nyndi aðeins tefja hann.“ — Ég
einblíndi á mister Armour, hann
leit ekki á mig, en var önnum
hafinn við skjöl sín.
Ég man ekkert, hvernig ég stíl-
aði liréfið, það hefur sjálfsagt ver-
ið aumasta enska, sem mister Ar-
mour hefur nokkru sinni lesið,
og að bréfið væri 25 dala virði,
var sjálfsagt háð.
Eitt sinn þegar ég vann á hin-
um stóra Dalrumple búgarði í
Red River dalnum bar atvik fyr-
ir mig, er nú skal greint frá.
Nokkrir af okkur verkamönnun-
um vorum sendir langt frá bú-
garðinum til þess að vinna ann-
að starf. Á leiðinni þangað veikt-
ist einn verkamannanna og varð
að skilja hann eftir í litlum
sléttubæ, sem við fórum um. Þe°-
ar við höfðum lokið ætlunarverki
okkar um haustið og fórurn um
sléttubæinn á Iieimleiðinni, var
veiki maðurinn hressari, en samt
enn heilsutæpur, hann hafði ekki
unnið sér inn eyri um sumarið,
var félaus og óhraustlegur. Með-
an ég stóð og talaði við hann var
5 dala seðli stungið í lófa minn,
litlu síðar öðrum 5 dala seðli, því
næst fleirum og fleirum — það
var hjálp við sjúkan félaga okk-
ar. —
Ég var vitni að margvíslegri
góðgerðasemi annarri þar vestra
og gæti því haldið áfram að telja
upp. Að vísu liefur efnaður
Bandaríkjamaður ráð á að bæta
úr mörgu, en til þess þarf hann
að liafa gott hjartalag. Og þar eð
góðgerðasemin, hjálpsemin er
snar þáttur í fari almúgafólks,