Eimreiðin - 01.01.1964, Side 103
EIMREIÐIN
91
helmingur bökarinnar eða 97 blaðsíð-
ur. en síðari hlutinn er þýðingar i'ir
islenzkum heimildarritum og smærri
viðaukar til skýringar einstökum atrið-
Ulu, auk þess kort og tilvitnanir.
Fyrri hluti bókarinnar er í þrernur
köflum, og fjallar sá fyrsti um ísland.
''egir höfundur eins og satt er, að
mjög sterkar líkur séu til þess að írskir
ntunkar hafi verið farnir að fara til
íslands fyrir lok 8. aldar — og styðst
þar við Dicuil — en ósannað sé með
<illu að nokkur hafi á undan þeim lagt
þangað leið sína, þótt hann viðurkenni
að sjálfsögðu þann möguleika, að óljós
vtneskja um hið stóra eyland í norður-
höfum kunni að standa að baki frá-
‘<ign Pytheasar um 'I'hule og róm-
'ersku peningarnir á Bragðavöllum
hunni að vera vitnisburður um fólk
Itá Bretlandi löngu fyrir landnámsöld.
Fnn sent komið er eru þetta ekkert
annað en bendingar til athugunar. Það
er auðséð á öllu, að ekki muni Gwyn
jones ganga x hinn nýja andatrúar-
söfnuð hérlendan, sent hyggst sanna
ntcð líkamningum sinnar eigin ósk-
Fyggju, að ísland hafi verið fjölbyggt
hutd langan aldur fyrir víkingaöld.
Síðan snýr Jones sér að því að rekja
s<igu landnámsins eftir íslenzkum heim-
'hlum, skýrir frá menningu þjóðarinn-
ar; trúarbrögðum, þjóðfélagsskipan,
hóknienntum, og loks frá endalokum
islenzka þjóðveldisins. Næsti kafli fjall-
,lr svo um Grænland, rakin í stórum
'háttum landnámssagan þar, lífið í
hyggðunum skýrt nteð sögulegum og
fornfræðilegunt dæmum, og að síðustu
cr fjallað um lokin, hvarf Grænlend-
lnga hinna fornu. Ekki er borin fram
nein ný kenning um það efni, enda
'erður enn að hlíta því, sem lengi lief-
Ur verið talið sennilegast, að þarna
hafi margar ástæður verið að verki
(eins og hér á landi, þegar íslendingar
'ofu að því komnir að deyja út),
versnandi loftslag, fjandsamlegir eski-
móar (sá þjóðflokkur er nefnilega ekk-
ert friðsamlegri í annarra garð en geng-
ur og gerist) og samgönguleysi við um-
heiminn. Aftur á móti trúa menn því
nú varlega, sem einu sinni var hamp-
að, að Grænlendingar hafi verið úr-
kynjaður lýður, jafnvel svo ;xð konur
hafi að loktun ekki getað alið börn
sakir líkamlegra vanburða. Þetta er
vafalítið ein firran. Mat Gwyn Jones
á öllu því, sem fram hefur komið um
þetta efni, er mjög skynsamlegt.
Þriðji þátturinn er um landaleitirn-
ar í Ameríku og tilraunir Grænlend-
inga og íslendinga til landnáms ]xar.
Þetta efni liefur lengi verið á dagskrá,
og aldrei liefur verið meira um það
rætt en einmitt nú á síðustu tímum.
Margur liefur þar lent á fáránlegum
villugötum, en það gerir Gwyn Jones
ekki. Hann viðurkennir, að hingað til
hafi ekkert fundizt í Vesturheimi, sem
með rétti sé liægt að eigna hinum
fornu mönnum, nema ef vera skyldi
minjarnar í Lance-aux-Meadows á
norðurströnd Nýfundnalands, sem ný-
lega hafa verið rannsakaðar og enn
hefur ekki verið gerð vísindaleg grein
fyrir, þótt þess verði vonandi ekki
langt að bíða. Gwyn Jones viðurkenn-
ir afdráttarlaust, að enn eru sögur vor-
ar svo til einu heimildirnar, sem við
er að styðjast unt þessa atburði alla,
hann gerir sér grein fyrir gildi þeirra
og takmörkunum, og sættir sig við að
ekki verði hlaupið lengra en tjéxðrið
nær. Það er auðséð, að nú eru að skap-
ast öfgalaus viðhorf og raunsær skiln-
ingur á vesturferðunum, byggður á al-
mennum líkum og skynsemi og heil-
brigðu mati á hinum fornu sögum.
Löndin, sem þekkja rná i sögunum,
mundu vera Labrador, líklega Ný-
fundnaland, en suður þaðan vissu forn-
menn mæta vel að lágu og hlutu að
liggja mikil lönd með alþekktum ein-