Eimreiðin - 01.01.1964, Qupperneq 104
92
EIMREIÐIN
kennum suðlægra landa í gróðri og
veðurfari. Þessi ókönnuðu eða lítt
könnuðu lönd kölluðu þeir Vínland.
Um allt, það sem liér er lítillega á
drepið, skrifar Gwyn Jones á einum
97 blaðsíðum. Má það nærri geta, að
farið er fljótt yfir sögu, stiklað á aðal-
atriðum, enda er ritgerðin þannig
byggð. Höfundurinn hefur sett sér það
mark að kynna sér allar nýjar rann-
sóknir, vega þær og meta, og rita síðan
sögu sína á þeim grundvelli með heil-
brigða skynsemi að leiðarljósi. Þetta
er gagnort uppgjör um víðáttumikið
efni. og höfundurinn hefur fullan
sóma af jrví. Og svo gagnort er jjað
ekki, að honum gefist ekki tækifæri til
að sýna ritsnilld sýna, öll framsetning-
in ber það með sér, að hér er ekki á
ferðinni venjulegur fræðimaður, held-
ur fræðimaður og smekkvís rithöfund-
ur í senn, hann ræður yfir þeim prósa-
stíl, sem lyftir og lífgar efniviðinn,
Jrótt fræðilegur sé.
Hér hefur verið talað um fyrri hluta
bókarinnar, en þó er einnig mjög mik-
ils vert um seinni hlutann, sem geymir
Jjýðingar höfundarins á heimildum,
mest fornum ritum vorurn. Þarna er
íslendingabók, mikið úr Landnámu,
Grænlendinga saga, Eiríks saga rauða
eða Þorfinns saga karlsefnis, Einars
þáttur Sokkasonar og viðaukar ýmsir.
Það er mikill fengur að Jtessu öllu
saman og þakkarvert af íslands hálfu,
að svo ánægjulegur samblendingur af
fræðimanni og rithöfundi sem Gwyn
Jones er skuli liafa tekizt á hendur að
gera þessar þýðingar af öndvegisritum
vorum. Og Jjað er gleðilegt að sjá og
eftirbreytnisvert, live vel er í þessari
bók farið með íslenzk nöfn og tilvitn-
anir, sem betur fer er sóðaskapur er-
lendra manna í Jressu efni mjög á
undanhaldi, og Jjessi bók er blessunar-
lega laus við slík óþrif. Villur sá ég
fáar. Ef Gwyn Jones hefði haft tæki-
færi til að lesa grein Baldurs Jónsson-
ar magisters um nafnið Ölfusá i nýút-
komnu liefti af Islenzkri tungu, mundi
hann áreiðanlega ekki hafa Jjýtt nafn
árinnar sem Ale-force-River. Og benda
vil ég á, að Kristsmyndin andspænis
bls. 211 er ekki frá Sandnesi, heldur
er liún frá innsta bænum í Austmanna-
dal, sem að vísu er ekki ýkja langt Ira
Sandnesi. Ég sá sjálfur, Jregar liún kom
Jjar upp úr Jjclanum sumarið 1937. En
Jjess skal Jjá getið um leið, að myndir
eru margar í Jjessari bók, prýðisfalleg'-
ar og vel prentaðar svo sem allur fra-
gangur bókarinnar með kortum, reg-
istrum og tilvitnunum er til fyrir-
myndar.
Ég óska Gwyn Jones til hamingju
með vel unnið og Jjarft verk.
Kristjáfi Eldjárn.
ÍSLENZKAR LJÓSMÆÐUR. Ævi-
þœttir og endurminningar. I. Ak.
1962: II. Ak. 1963; séra Sveinn Vík-
ingur bjó til prentunar. Útgefandi
Kvöldvökuútgáfan, Akureyri.
í formála fyrir I. bindi segir Sveinn
Víkingur svo frá aðdraganda útgáf-
unnar og hvers eðlis verkið er:
„Fyrir nokkrunt árum hóf séraBjorn
O. Björnsson að safna þátturn uni is-
lenzkar ljósmæður og á liann miklar
þakkir skilið fyrir það framtak. Af
útgáfu Jjcss verks varð Jjó ekki. En nu
hefur Kvöldvökuiitgáfan á Akureyri
keypt hið merka handrit séra Björns
og ákveðið að gefa Jjað út með Jjeim
breytingum og viðaukum, er nauðsyn-
legir og æskilegir teljast. Birtist her
fyrsta bindi Jjessa ritverks, sem hefui
að geyma þætti um ljósmæður úr öll-
um landshlutum, og þó aðallega
þeirra, sem hófu starf fyrir síðustu
aldamót." Ennfremur segir: „Eins og
áður er framtekið, er hér ekki uffl
venjulegar æviskrár eða ljósmæðratal