Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 25
HANDRITADEILAN SÉÐ FRÁ DÖNSKUM SJÓNARHÓLl
13
anlega festu og hélt sér við frumvarpið um afhendingu. Forseti
þingsins var Wilh. Dupont þjóðþingsmaður og K. B. Andersen var
menntamálaráðherra. En auk jafnaðarmanna fylgdi flokkur Jörgen
Jörgensens, róttæki flokkurinn, ákveðið afhendingu og sama mátu
segja um hluta af vinstriflokknum og flokk Axels Larsens. Samt
sem áður var ljóst, að áróðurinn hafði borið árangur. Árið 1961
var frumvarpið um afhendingu samþykkt með 110 atkvæðum gegn
39. En 1964 hafði áhangendum frumvarpsins fækkað niður í 99.
En eftir að fylgismenn frumvarpsins höfðu hert á málinu, fengust
Í04 með og 58 á móti, við þriðju og síðustu atkvæðagreiðsluna í
þinginu, þann 19. maí 1965.
Þegar litið er á athugasemdirnar við afhendingarlistann, sem þó
var aðeins til bráðabirgða, að því er K. B. Andersen sagði, eða
nánast til leiðbeiningar fyrir þingnefndina, sem undirbjó lagafrum-
varpið 1961, kemur það glöggt í ljós, að fulltrúar íslands eru sér-
h'æðingar við samningaborðið, en Danirnir tveir, sem tóku þátt
1 samningunum í sendiráðinu, voru ekki eins sérfróðii í f°rn"
íslenzkum málefnum. Jörgensen menntamálaráðherra hefur verið
gagnrýndur vegna þessa: Að hann lét aðeins íslenzka sérfræðinga
rökstyðja álit um afhendinguna og magn þess, er skila skyldi, en
Eanirnir þekktu ekki handritin í sama mæli og urðu því að fylgja
sérfraeðingunum í blindni. Þetta gæti litið út ems og kloindi af
íslands hálfu. íslendingar hefðu gabbað Dani í máli, sem kiah íst
nákvæmrar forrannsóknar af báðum aðilum.
En væri það nú svo, að Dönum finndist þeir hlunnfarnir af Is
lendingum, myndi engin dönsk ríkisstjórn hafa talið sig bundna
af frumvarpinu frá 1961, eftir að listinn yfir gjöfina hafði orðið
°rsök að slíku stormviðri í íhaldsblöðunum og miklum hluta vinstri-
blaðanna. í nærri 100 ár höfðu íslendingar hvað eftir annað snúið
sér til dönsku stjórnarinnar urn afhendingu handrita. Stjórnin, eða
Ríkisdagurinn, áttu ekki sérfræðinga í þessum málum meðal með-
lima sinna, og létu því allar slíkar beiðnir ganga til háskólans til
umsagnar. Sérfræðinganefndir háskólans reyndust ætíð neikvæðar
gagnvart íslenzkum óskurn, og danskir stjórnmálamenn áttu því
ekki annars úrkosta en að beygja sig fyrir greinargerðum vísinda-
naannanna. Þetta kemur í ljós við samningana 1838, 1907, 1927
°- s. frv.
Á þessu tímabili stendur yfir barátta innan dönsku þjóðarinnar