Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 60
48 ElMREIÐlN skapað kríuna, þetta bölvað ill- £ygli?“ Er faðir minn taldi bros- andi, að naumast yrði efazt um það, sagði dúllarinn: „Já, það er líklega svo, en mikill mein- vaettur er hún.“ Ég fór nú að virða komumann fyrir mér nánar. Hann var í hærra lagi að vexti, samsvaraði sér nokkurn veginn að gildleika, en þó ekki mikill um herðar. Klæddur var hann sauðsvartri mussu eða kápu, sem náði niður á mitt læri. Undir mussunni var hann í mórauðum vaðmálsbux- buxum og féllu samanvafðar skálmarnar niður í mosalitaða sokka. Á fótum bar hann kýr- skinnsskó, slitna og skælda af miklum göngum. Um hálsinn hafði hann trefil mórauðan og samlita prjónahúfu á höfði. Hann var mjög skeggjaður, en andlitið þó hvorki ófrítt né stór- skorið. Svipurinn var góðlegur, ekki mikill og nokkuð fjarrænn annað veifið. Allur var maður- inn sérkennilegur og þó um leið aðlaðandi ungum, spyrjandi aug- um. Eftir skamma dvöl á hlaðinu var svo gestinum boðið í bæinn. Þáði hann það með þökkum og blíðu brosi. Er svo ekki að orð- lengja það, að hann dvaldi heima rúmlega viku tíma og var okkur krökkunum mikill au- fúsugestur. Strax fyrsta kvöldið lék hann fyrir okkur listir sínar. Fyrs,: lét hann okkur heyra tón presta víðs vegar af landinu. Að eig- in sögn gat hann hermt eftir 12 prestum heiðarlegum og 2 hneykslisprestum að auki. Rykk- ir og skrykkir í tóni sumra presta, í munni hans, voru vissu- lega góð skemmtun. En þetta var þó aðeins inngangur að öðru meira og stærra. Áður en dúll- ið hófst, setti hann upp hátíða- svip, sem gaf greinilega til kynna virðingu þá, sem hann bar fyrir þessari sérstæðu hst sinni. Hann tók sér stöðu við háan rúmstöðul í baðstofunni, studdi á hann vinstri olnboga, stakk vísifingri vinstri handar i vinstra eyra og dúllaði og dúll- aði. Da-lo-lo-lo-o-lo-lo-lo o. s. frv. Dúllið var ekki söngur, heldur söngl eða trall, án texta, eftir skala með mismunandi tónhæð- Ef ég man rétt, skiptist dúllið i lágdúll, miðdúll og hádúll. Mér fannst vissulega mest til hádúlls- ins koma, enda rödd dúllarans bæði sterk og mikilfengleg, þeg' ar hann beitti henni. Og sjald- an hef ég hlustað á söng eða músik með jafn mikilli hrifn- ingu og lotningu sem á fyrsta dúllið hans Guðmundar í bað- stofunni heima. Er hlé varð a, spurði ég í eftirvæntingu og ein- lægni hins átta ára drengs, hvort ekki ætti að dúlla meira. En dúllarinn klappaði mér á koll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.