Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 60
48
ElMREIÐlN
skapað kríuna, þetta bölvað ill-
£ygli?“ Er faðir minn taldi bros-
andi, að naumast yrði efazt um
það, sagði dúllarinn: „Já, það
er líklega svo, en mikill mein-
vaettur er hún.“
Ég fór nú að virða komumann
fyrir mér nánar. Hann var í
hærra lagi að vexti, samsvaraði
sér nokkurn veginn að gildleika,
en þó ekki mikill um herðar.
Klæddur var hann sauðsvartri
mussu eða kápu, sem náði niður
á mitt læri. Undir mussunni var
hann í mórauðum vaðmálsbux-
buxum og féllu samanvafðar
skálmarnar niður í mosalitaða
sokka. Á fótum bar hann kýr-
skinnsskó, slitna og skælda af
miklum göngum. Um hálsinn
hafði hann trefil mórauðan og
samlita prjónahúfu á höfði.
Hann var mjög skeggjaður, en
andlitið þó hvorki ófrítt né stór-
skorið. Svipurinn var góðlegur,
ekki mikill og nokkuð fjarrænn
annað veifið. Allur var maður-
inn sérkennilegur og þó um leið
aðlaðandi ungum, spyrjandi aug-
um.
Eftir skamma dvöl á hlaðinu
var svo gestinum boðið í bæinn.
Þáði hann það með þökkum og
blíðu brosi. Er svo ekki að orð-
lengja það, að hann dvaldi
heima rúmlega viku tíma og var
okkur krökkunum mikill au-
fúsugestur.
Strax fyrsta kvöldið lék hann
fyrir okkur listir sínar. Fyrs,:
lét hann okkur heyra tón presta
víðs vegar af landinu. Að eig-
in sögn gat hann hermt eftir
12 prestum heiðarlegum og 2
hneykslisprestum að auki. Rykk-
ir og skrykkir í tóni sumra
presta, í munni hans, voru vissu-
lega góð skemmtun. En þetta
var þó aðeins inngangur að öðru
meira og stærra. Áður en dúll-
ið hófst, setti hann upp hátíða-
svip, sem gaf greinilega til
kynna virðingu þá, sem hann
bar fyrir þessari sérstæðu hst
sinni. Hann tók sér stöðu við
háan rúmstöðul í baðstofunni,
studdi á hann vinstri olnboga,
stakk vísifingri vinstri handar i
vinstra eyra og dúllaði og dúll-
aði. Da-lo-lo-lo-o-lo-lo-lo o. s. frv.
Dúllið var ekki söngur, heldur
söngl eða trall, án texta, eftir
skala með mismunandi tónhæð-
Ef ég man rétt, skiptist dúllið i
lágdúll, miðdúll og hádúll. Mér
fannst vissulega mest til hádúlls-
ins koma, enda rödd dúllarans
bæði sterk og mikilfengleg, þeg'
ar hann beitti henni. Og sjald-
an hef ég hlustað á söng eða
músik með jafn mikilli hrifn-
ingu og lotningu sem á fyrsta
dúllið hans Guðmundar í bað-
stofunni heima. Er hlé varð a,
spurði ég í eftirvæntingu og ein-
lægni hins átta ára drengs, hvort
ekki ætti að dúlla meira. En
dúllarinn klappaði mér á koll-