Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 17
HANDRITADEILAN SÉÐ FRÁ DÖNSKUM SJÓNARHÓLl
5
Jörgen Wiehe, höfundur meðfylgjandi
r,tgerðar, er ungur danskur menntamað-
Ur. fæddur í Silkiborg árið 1931. Hann
hefur, eins og greinin ber með sér, fylgzt
gaumgaefilega með sögu handritamálsins
°? ^Hunum um hin íslenzku handrit í
'örzlu Dana, og dregur enga dul á afstöðu
sina til málsins né hvernig hún hefur
mótazt. í bréfi til Eimreiðarinnar segir
höfundurinn meðal annars, að hann hafi
^vallt haft mikinn áhuga fyrir íslandi og
^slenzkum málefnum, þótt hann hafi
aldrei til landsins komið, og sé þetta arf-
Ur frá afa sínum, sem hafi dáð ísland.
Með greininni kveðst Jörgen Wiehe vilja
me&a senda landi og þjóð kærar kveðjur,
°g treysta því að danskir dómstólar, sem
Uu fjalli um handritamálið, komist að
réttlátri niðurstöðu, sem stuðli að gagn-
^vaemri virðingu og vináttu dönsku og
^slenzku þjóðarinnar í framtíðinni.
I. K:
Samkvæmt því sem segir í nefndarálitinu frá 1951, hefui l)a'
an fyrir því að fá handritunum skilað frá Danmörku staðið v n 1
um það bil 150 ár. Árið 1817 skilaði Árnasafnsnefnd bréfum til
^ecklenburg-Schwerin í Þýzkalandi, og Steingrími biskupi Jons-
syni fannst ‘eðlilegt að krefjast að skjölum biskupsstólanna yrði
skilað aftur til íslands. Þetta var á árunum 1837—38, en enginn
árangur varð af þessum kröfum. Næsta tilraunin til að endurheimta
skjöl var gerð 1907 og studdist við skýrslu samda af dr. Jóni Þor-
kelssyni. Heldur ekki varð árangur af þessum málaleitunum, en
árið 1927 fékk ísland 4 smærri handrit og 700 bréf (diplomer), eftir
áskorun til danskra stjórnarvalda. . .
En enginn íslendingur gat sætt sig við þetta. Og vankantarmr a
því að hafa frumgögnin í sögu þjóðarinnar í fjarlægð frá landinu,
urðu ennþá áþreifanlegri eftir að kennsla í íslenzkii tungu og sögu
var aukin við Háskóla íslands. Þeir menn, sem einkum létu að ser
kveða, og nutu álits langt út fyrir takmörk föðurlands síns, voru, að
því er mér hefur skilizt, prófessorarnir Björn M. Ólsen og Sigurður
Nordal, en hann er einn af ágætustu vísindamönnum á þessu sviði.
Einnig má nefna Pál Eggert Ólason. Árið 1939 gaf hann út bækl-
iug um handritin, þar sem hann færði fram sannanir fyrir, að að
minnsta kosti stórmikill hluti þeirra væri íslenzk eign. Prófessor-