Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 93
1 mesta meinleysi
81
færslum réttkveðins máls, e£ fyrir
koma, og mætti það aukahlutverk
annars framsetningarháttarins a£
þeim tveimur, sem hér eru bornir
saman, þykja allmikilsvert og er
þessi eiginleiki bundins máls þeirri
máltegund svipaður nytjaauki og
það hefði mátt verða öldum og
óbornum að höfundur Völuspár
hefði kunnað og nennt að rita nið-
Ur ljóð sitt og lifað í læsu um-
hverfi og bóknýtnu.
Fleira ber að heimta af mæltu
máli og rituðu en að það tolli í
minni eða komist á bókfell og er
það helzta þess, að það sé minnis-
Vert. Minnisverð getur torlærð og
auðgleymd stærðfræðiregla verið
°g þó hinn mesti fengur þeim, sem
kunna að nota hana. Slíka þulu
hann að vera óframkvæmanlegt að
láta hlaupa upp í fang manna eins
°g brosljúfa barngælu eða skamm-
rr Bólu-Hjálmars um góðborgara
Akrahrepps, en hún getur verið
ómetanlegt verðmæti samt þeim,
sem nota kunna.
Til framsetningar slíkra hluta
er lausmál ljóði hentara af því það
leyfir hvert hljóðanágrenni sem er
í málsgrein og af því að í slíku
máli verður að miða alla frásögn
v*ð nákvæmni og rökfestu. Hitt
þarf engum að segja nerna ef til
V|B „atómskáldum“, að mikill
vinningur væri það slíku námsefni,
ef sérhvert atkvæði formálans
minnti á annað og færi vel í
munni.
Begar reynt skal að ræða þetta
mál af sanngirni og með rökum
' erður þess að gæta að bundið mál
hefur þann galla að ekki verður
það allt sagt með því, sem hugs-
anlegt er að þurfi í ljos að láta, að
minnsta kosti ekki án breytinga á
orðaröð eða með öðrum orðum en
þeim, sem beinast þóttu liggja við
í upphafi. Sé reynt að þröngva
óþjálu efni í ljóðform hættir klaul-
yrtum mönnum eða óvönum að
málsmeðferð við því að misbjóða
setningaskipun eða neyta afbak-
ana til þess að koma nafni á flutn-
ing sinn, er orðaleit þeirra tíma-
þjófur og erfiði eða jafnvel höf-
undinum hneisa, en borgar þó
stundum fyrir sig með því að gera
orðasmalan fróðari en áður bæði
um efni sitt og málfar. Þar er því
í mörgum tilfellum meira látið í
annan vasann en nokkurn tíma var
tekið úr hinum.
Mistökunum er ekki hælandi og
rangmæli háttar vegna og ríms eru
ekki betri en aðrar ambögur. En
spyrja má hvort nokkur lifandi
maður trúi því að lesendur fari að
hafa eignafall eintölu a£ orðunum
háttur og máttur hátts og mátts a£
því að Einar Benediktsson syndg-
aði einu sinni upp á þá náð.
Svarið verður auðvitað það, að
því fleiri rímbundin fyrirbæri
beygingarmynda orðsins, sem við-
komandi kann og því fleiri eðlis-
lík orð af sama beygingaflokki,
sem hann hefur til samanburðar,
því vissari verður hann um að þar
sem dæmi Einars er, hafi meira að
segja stórskaldi oiðið a.
Þessi er líka reynslan frá rímna-
öldinni. Bæði gerðu rímnahöfund-
ar minna af villum en ætla mætti
eftir dýrleika og eins hélzt hér á
landi breytingaminna tungumál