Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 76
64
EIMREIÐlN
hjálparvana og ofurseldir þýzkum
áhrifum.
Eigi voru tök á því fyrir Suður-
Jóta að komast hjá að inna af
hendi herskyldu suður í Þýzka-
landi, en á hinn bóginn voru synir
landsins sendir hundruðum sam-
an norður í lýðskóla Askov til að
teyga þar ást á gamla landinu.
Fólk gat ekki tálmað því, að pré-
dikað væri á þýzku í kirkjunum,
en það gat myndað fríkirkjusöfn-
uði og hlýtt messum, sem fóru
fram á dönsku, ef það vildi standa
straum af kostnaði við þær upp á
sitt eindæmi.
Urn skeið virtust þýzk áhrif vera
skefjalaus í Suður-Jótlandi. En
hin síðari ár voru menn að vona,
að tala mætti um straumhvörf í
þeim efnum. Nú var dönsk tunga
þar jafnvel í sókn.
„Við sækjum á, þótt sumir rnenn
ætli, að í Suður-Jótlandi verði
aldrei um annað en hjaðningavíg
að ræða,“ sagði fyrirlesarinn.
,,Hvenær stundin kemur, veit eng-
inn. En eins og við vitum, að eitt
sinn skal hverr deyja, þá er jafn-
víst, að hvert stórveldi rennur
skeið sitt og hrynur að lokum. Og
þegar þýzka okinu léttir, þá verð-
um við frjáls."
Erindi Suður-Jótans var laust
við ofstæki. Hann virtist vera raun-
sær maður, og málið lá ljóst fyrir
honum. Ekki leyndi sér, að hann
var bjartsýnn á framtíð landa
sinna sunnan Kóngsár. Hann hafði
rík áhrif á okkur, og undir borð-
um um kvöldið töfðum við lengi,
lengi og ræddum um landið missta.
Menn tóku brátt að segja sögur.
Ludvig Schröder sagði af bóndan-
um, sem gat ekki sætt sig við, að
dóttir hans æli barn á þýzkri jörð,
og reisti því til bráðabirgða skála
handa henni á norðurbakka
Kóngsár. Yfir dyrnm skálans fflál-
aði hann orðið: Frelsi.
Jacob Appel, sem áður átti
heima í Suður-Jótlandi, liafði flu'
ið til Danmerkur til þess að losna
við að inna herskyldu af hendi í
Þýzkalandi. Eftir það hafði hann
ekki árum saman hætt á að henn-
sækja foreldra sína. En að lokum
hafði þó löngunin borið hann
ofurliði, og hann fór dulbúinn sem
kona heim til þeirra.
Fólki varð tíðrætt um, að ekki
mætti draga danska fánann að hun
í Suður-Jótlandi og dönsku fána-
litirnir væru litnir hornauga þal
af Þjóðverjum, enda leiddi það
stundum til ofsókna. Þó gat öðru
hverju að líta svarthvíta fána a
flaggstöngum, sem voru málaðar
rauðar og hvítar. Fólk talaði uffl
rauðhvítu fúksíurnar, sem voru nu
eftirlætisblóm Suður-Jóta og voru
í hverjum glugga, og um rauðmál-
uðu húsin með hvítum hornum
við samskeytin, — áður voru hus
þessi máluð alhvit.
Sagt var af fjörugum mannamót-
um, er var slitið í miðju kafi a[
þýzkri leynilögreglu, þar eð danski
jjjóðsöngurinn hafði verið sung-
inn. En margræddast varð fólkinu
um hina hrjúfu bændur, sem tíð-
um blátt áfram buðu hættunn*
heim, líkt og jjeirn fyndist hin si-
fellda gát, sem höfð var á þeim a
hundingjunum, æsandi leikur.
En sumar sögurnar voru A^a