Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 23
hanDRITADEILAN séð frá dönskum sjónarhóli
11
Jörgen Bukdahl.
Bent A. Koch.
Ásgeirsson, og meðal höfundanna eru Einar Ólafur Sveinsson pió-
fessor, Bjarni M. Gíslason, Sigurður Einarsson, Jörgen Bukdahl og
fleiri. Aftast í bókinni tilkynnir ritstjórnin að meiningin hefði
verið, að einnig andstæðingar afhendingarinnar settu fram sjónar-
mið sín í bókinni, en þar sem enginn hefði fengizt til að svaia
fljarna M. Gíslasyni, væri ekki annað fyrir hendi en að birta grein
ar áhangendanna einna.
Meðan deilurnar stóðu sem hæst, kom fram nýr maður a þess-
um vettvangi. Taldi hann rétt að færa sér í nyt þann mikla „good-
Will“, sem umræður höfðu skapað meðal almennings, til að setja
flam ákveðnar tillögur viðvíkjandi afhendingunni. Þessi maður var
Bent A. Koch. Hann varð síðar ritstjóri að „Kristeligt Dagblacl .
Bent A. Koch gekkst fyrir að stofna danska nefnd, er skyldi vinna
að því að senda íslendingum handritin að gjöf. Nefnd þessi gekk
undir nafninu „Handritanefndin frá 1958“. Hann var sjálfur for-
maður hennar. Nefnd þessi lagði frarn frumvarp til þjóðþingsins,
er gekk út á að senda handritin sem gjöf til íslands. Þáverandi
nienntamálaráðherra, Jörgen Jörgensen, tók strax vel í málið og
lagði frumvarpið fram í maí 1961. Það var samþykkt með 110 at-
kvæðum gegn 39. Sennilega hefur handritanefndin haft nána sam-
vinnu við Bjarna M. Gíslason, því að skömmu áður en frumvarpið