Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 81
gvðríðar þáttur þorbjarnardóttur
69
Var lögtekið að ráði Eyjólfs Val-
garðarsonar, að hver frelsi sig, sá
er þrjá dræpi seka.“------
Þá er þessi neyðartími stóð sem
^æst, „fannst og byggðist Græn-
land af íslandi“, eins og Ari fróði
fleiri skilríkir menn hafa kom-
tzt að orði.
Frægastur þessara seku manna
°g útlaga var Eiríkur rauði Þor-
t’aldsson, sá er fyrstur norrænna
^ttanna, er sögur greina, leitaði
landa og reisti bú á Grænlandi.
Svo segir Ari Þorgilsson fróði,
»að það sumar (986, er óöldin var
sem mest) fór hálfur þriðji tugur
sFipa til Grænlands úr Breiðafirði
°g Borgarfirði, en fjórtán komust
ut- Sum rak aftur en sum týndust."
Fngum heilvita manni dettur í
|rug að þessi skipakostur hafi ver-
'ð fullkomin hafskip.
Ætli þetta hafi ekki verið sams
Fonar skip og voru í flota þeirra
Fórðar kakala og Kolbeins unga
1 sjóorustunni á Húnaflóa vorið
1244. í þeim bardaga lenti saman
ollum vestfirzka og norðlenzka
sFipaflotanum, mörgum tugum
sFipa, en ekkert þeirra haffært, að-
eins róðrarskip og ferjur, sams
Fonar og notuð voru af íslending-
Uln til sjósóknar og hákarlaveiða
allt frarn til síðustu aldar.
Það var margt uppflosnað fólk,
nrsnautt, sekir menn og útlagar,
er lögðu á hafið í leit að vona-
landi á opnum, fúnum fleytum,
~~ vildu heldur missa lífið en farga
frelsi sínu og sjálfsbjargarviðleitni.
Enginn vafi er þó á því, að Ei-
ríkur rauði, og nokkrir fleiri, hafa
Eaft fullkomin hafskip að þeirra
tíma hætti til ferða sinna og um-
ráða, enda var Eiríkur rauði styrkt-
ur og kostaður af stórmennum,
meðal annars af einum mesta
höfðingja á Vesturlandi, Þorbirni
Vífilssyni goða að Laugarbrekku
við Hellnavelli á Snæfellsströnd.
Það var með ráði Þorbjarnar
Vífilssonar, að Eiríkur rauði gekk
að eiga frændkonu hans, Þjóðhildi
Jörundardóttur Úlfssonar og Þor-
bjargar Knarrarbringu, er þá átti
Þorbjörn hinn haukdælski.
2. UPPHAF ÞORBJARNAR
VÍFILSSONAR.
Með Auði djúpúðgu komu út
margir göfugir menn, þeir er her-
teknir höfðu verið í vesturvíking
og voru kallaðir ánauðugir. Einn
af þeim hét Vífill. Hann var ætt-
stór maður og hafði verið hertek-
inn fyrir vestan haf og var kallað-
ur ánauðugur, áður Auður leysti
hann. Og er Auður gaf bústaði
skipverjum sínum, þá spurði Víf-
ill, hví Auður gæfi honum engan
bústað sem öðrum mönnum.
Auður hvað það engu mundi
skipta; kallaði hann þar göfgan
mundu þykja, sem hann væri.
Hún gaf honum Vífilsdal, og
bjó hann þar. Hann atti þá konu,
er liét .... (Eyða fyrir nafni kon-
unnar í öllum heimildum.) Þeirra
synir voru þeir Þorbjörn og Þor-
geir. Þeir voru efnilegir menn og
óxu upp með föður sínum.
3. KVONFANG ÞORBJARNAR
VÍFILSSONAR.
Þorbjörn Vífilsson úr Vífilsdal
kvæntist Hallveigu dóttur Einars