Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 34
Eksistentí alisminn,
eða tilvistarstefnan
Eftir séra Pál Þorleifsson á Skinnastað.
Eksistentíalisminn eða tilvistarstefnan, eins og hún hefur verið
nefnd á íslenzku, kom í núverandi mynd fram innan Þýzkalands
í lok fyrra stríðs, nokkru síðar í Frakklandi, en í báðum þessunr
löndum hefur hún látið allmikið á sér bera.
En þó hún sé að nokkru afspringur síðustu heimsstyrjalda, a
hún rætur í fyrri tíma heimspeki. Áhrifa frá Pascal er talið gæta,
þó fyrst og fremst frá Kierkegaard og að nokkru frá Nietzsche.
Blaise Pascal var uppi á fyrri hluta 17. aldar. Hann var kunnur
heimspekingur, einnig mikill stærðfræðingur.
Hann sagði meðal annars: Sérhver óskar þess heitt að verða stór,
en má svo horfa upp á eigin smæð. Hann þráir fullkomnun, en
finnur á öllum sviðum til eigin ófullkomleika, vill það góða, en
situr á kafi í dýki hvers konar yfirsjóna. Tignasta göfgi og við-
bjóðslegt afskræmi berjast um völdin innra með honum. Dómari
allra hluta. Ormur, sem skríður á jörðu. Skapaður til að þekkja
föðurinn. Hrapaður svo djúpt, að hann eygir ekki framar ljoS
Guðs.
í grimmd og vitfirring síðustu styrjalda fengu þessi spámannlegu
orð aukinn vængjastyrk. Sannleikur þeirra varð hverjum auðsær.
Danski rithöfundurinn Sören Kierkegaard, sem uppi var á fyr1'1
helming 19. aldar, er sarnt höfuðátrúnaðargoð eksistentíalista.
Kierkegaard hóf meðal annars baráttu gegn heimspeki Hegels °g
skynsemistrú þess tíma, en hún taldi að manninum væri fært að
skynja og skilja hinn mikla anda, sem fælist baki alls, með því að
beita fyrir sig rökum skynseminnar, þar eð hver einstaklingur væri
eilítið brot af sjálfum guðdóminum.
Á móti þessari kenningu reis Kierkegaard með öllum þeim mikla
krafti, sem honum var gefinn. Hann lagði áherzlu á, að í þessu
tilliti væri rökfræði lítils virði, enginn gæti myndað sér haldgóða
lífsskoðun með hjálp hennar eingöngu. Hann taldi að afstaða hvers