Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 36
24
EIMREIÐIN
áhangendurnir geta verið innbyrðis um margt. En eins og kunnugt
er, finnast innan vébanda stefnunnar menn a£ ólíkasta tagi.
Þar má til dæmis finna Gabriel Marcel, kunnan franskan heun-
speking, sem aðhyllist rómversk-kaþólska trú, einnig hlynntan
sálarrannsóknum, Niculás Berdyaev, rússneskan gamalguðfræðing,
Martin Buber, gyðinglegan heimspeking, og svo mótmælendur af
ýmsum flokkum. Þá er á hinu leytinu Martin Heidegger, áhrifa-
mikill þýzkur heimspekingur, bendlaður um skeið við nasisma, og
svo Jean Paul Sartre, þátttakandi í andspyrnuhreyfingunni frönsku,
og þessir tveir síðast nefndu á öndverðum meið við trúarbrögð.
Þá má telja Karl Jasper. Hann neitar ekki tilveru Guðs, er opim1
fyrir því trúarlega, en þó um margt mótsnúinn ýmsu í kenningunr
kirkjunnar.
En þrátt fyrir gerólík sjónarmið um margt, skipa þeir sér þarna
undir sama rnerki, kalla sig eksistentíalista, vilja snúast gegn vanda-
málum mannlegrar tilveru í höfuðdráttum á svipaðan hátt.
En eigi að gera nánari grein fyrir einkennum stefnunnar, vand-
ast málið, því allir forðast þeir að binda skoðanir sínar í nokkuð
fastmótað kerfi.
Ameríska skáldið Delmore Schrvartz hefur sagt um eksistentíal-
ismann, að hann væri heimspekistefna, sem teldi að enginn gaett
farið í bað fyrir annan.
Heidegger hefur orðað sömu hugsun á svipaðan hátt og sagt,
að eitt sé víst, enginn geti gengið um dyr dauðans fyrir annan
mann, það verði hver að gera sjálfur.
Hér er um atriði að ræða, sem er sameiginlegt öllum eksistentíal-
istum, hvaða flokki sem þeir annars tilheyra, það er tilfinning
þeirra fyrir stöðugri nálægð og ógn dauðans.
Heidegger, einn helzti leiðtogi þeirra, hlaut sína eldskírn i
sprengjuregni síðasta stríðs og varð aldrei samur eftir. Gagntekinn
ótta horfðist hann daga og nætur í augu við dauðann. Hvers virði
voru þá gömul slagorð, heimspekistefnur eða trú? Allt var það
rokið út í veður og vind. Eftir sat aðeins tilfinningin fyrir fallvalt-
leikanum.
Kunnustu rithöfundarnir, sem eru áhangendur stefnunnar, eru
þeir Albert Camus og Jean Paul Sartre.
Lífsskoðun Sartre hefur verið lýst á þessa lund: Ég er til, það er
allt og sumt, og mér finnst það viðurstyggilegt. Einnig hefur hann
sagt: Hver maður stendur aleinn og eftirskilinn á þessari jörð.