Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 87
guðríðar þáttur þorbjarnardóttur
75
..Leifur Eiríksson var mikill
maður og sterkur, manna sköru-
legastur að sjá, vitur maður og
góður hófsmaður um alla hluti.
°g er Leifur var í Vínlandi, bar
það til á einhverju kveldi, að
ntanns var vant af liði þeirra, og
var það Tyrker suðurmaður. Leif-
ur kunni því stórilla, því að Tyrk-
er hafði lengi verið með þeim feðg-
um og elskaði mjög Leif í barn-
ffisku; hann var og mikill trúmað-
ur hins kristna siðar. Taldi Leifur
uú mjög á hendur förunautum
sínum, og bjóst til ferðar, að leita
hans og tólf menn með honum.
En er þeir voru skammt frá skála,
þá gekk Tyrker á móti þeim, og
var honum vel fagnað. Leifur fann
það brátt, að fóstra hans var skap-
g°tt; hann var brattleitur og laus-
eygur, smáskitslegur í andliti, lítill
vexti og vesallegur, en íþróttamað-
Ur á alls konar hagleik. Þá mælti
Leifur til hans: „Hví varstu svo
seinn, fóstri minn, og fráskili
föruneytinu?" Tyrker talaði þá
lengi á þýzku og skaut marga vegu
augunum, og gretti sig; en þeir
skildu eigi það, sem hann sagði.
Hann mælti þá á norrænu, er
stund leið: „Ég var genginn eigi
uiiklu lengra, en þó kann ég nokk-
Ur nýnæmi að segja; ég fann vín-
við og vínber." — „Mun það satt,
fóstri minn?" kvað Leifur. — „Að
vísu er það satt,“ kvað hann, „þvi
að ég er þar fœddur, er hvorki
shorti vinvið né vinber."
Lásu þeir vínber til verarforða.
Lnn er vorar, þá bjuggust þeir og
s>gldu burt, og gaf Leifur nafn
landinu eftir landkostum og kall-
aði Vínland. Sigla nú síðan í haf
og gaf þeim vel byri, þar til ei þeir
sjá Grænland og fjöll undir jökl-
urn. Þá tók einn maður til máls
og mælti við Leif: „Hvi stýrir þú
svo mjög undir veður skipinu.-1
Leifur svarar: „Ég hygg að stjórn
minni, en Jjó enn að fleira, eða
hvað sjáið þér til tíðinda?" Þeir
kváðust ekki sjá, það er tíðindum
sætti. „Ég veit eigi,“ segir Leifur,
„hvort ég se skip eða sker. NTu
sjá þeir og kváðu sker vera. Leif-
ur sá það framar en þeir, að hann
sá menn í skerinu.
Nú sækja þeir undir skerið og
lægðu segl, köstuðu akkeri og
skutu út báti. Þá spurði Tyrker,
hverr þar réði fyrir liði. Sá kveðst
Þórir heita og vera norrænn mað-
ur og færa kaupskap við Græn-
land við Guðríði Þorbjarnardótt-
ur, en þau nú fest skip sitt og brot-
ið......
Tyrker hinn þýzki and-
aðist tveim tugum ára síðar en Ei-
ríkur rauði. Hann var kristins sið-
ar frá fæðing og vinur mikill Guð-
ríðar (Þorbjarnardóttur). Hann
var forráðsmaður í Bröttuhlíð með
Þjóðhildi húsfreyju og grafinn
með henni fyrir durum kirkju
þeirrar, er hún fyrsta let reisa 1
Bröttuhlíð í Grænlandi."....
(Þessar síðustu frásagnir eru úr
Þórhalla-þætti veiðimanns, en úr
honum var til slitur á Vestfjörð-
um um 1920, á nokkrum ósam-
stæðum pappírsblöðum úr mjög
illa förnu handriti. Þórhallur
veiðimaður var a vetrum bryti Ei-
ríks rauða í Brattahhð a Græn-
landi, en aðdráttarmaður mikill í