Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 108
96
EIMREIÐIN
um ofurliði og fyndnin missir oftast
ntarks. Um Jtetta mætti nefna rnörg
dærni úr þessum sögum, Jjiítt þau verði
ekki rakin hér, enda munu þau flest-
um augljós, sem opna bókina. En þrátt
fyrir ágalla er þessum sögum ekki alls
varnað. Atburðarás er yfirleitt hröð,
samtöl eðlileg og í samræmi við gerð
persónanna. /. K.
Þóroddur Guðmundsson: ÞÝDD
LJÓÐ frá 12 löndum. ísafoldar-
prentsmiðja b.f. 1965.
Það er erfitt verk að snúa ljóðum
af einu máli á annað, Jjví að tungu-
málin eru liarla ólík að orðafari og
blæ, og getur oft verið ógerningur að
halda meiningu og blæbrigðum frum-
kvæðisins óskertum, þegar ofan á allt
annað skal sinna kröfum ríms og
stuðlasetningar. Það er Jjví oft ekki
um annað að gera en að yrkja kvæðið
upp og fara eins nálægt frumljóðinu
og unnt er. Fer það þá eftir skáld-
skapargáfu þýðandans, hvort kalla má
Jjýðnguna vel lieppnaða eða ekki.
Sem dænti má nefna hið fræga
kvæði „Fainetia moi kenos isos þeois-
in“ eftir forngrísku skáldkonuna Sap-
fó. Að minnsta kosti fjögur íslenzk
skáld hafa spreytt sig á að snúa því á
íslenzku og Jjau ekki af verri endan-
um, t. d. Bjarni Thorarensen og Grím-
ur Thomsen. Flest yrkja Jjau með
bragarhætti frumkvæðisins, að svo
miklu leyti sem það er mögulegt, en
Jjó liefur Bjarni í þýðingu sinni ann-
an hátt og fer einnig að öðru leyti
lengst frá orðalagi Sapfóar. Samt hygg
ég, að það leiki ekki á tveim tungum,
að Jjýðing Bjarna („Goða það líkast
unun er, o. s. frv) sé lang-bezt, nái
bezt anda og seiðmagni hins gríska
ljóðs, því að Bjarni hefur lagt mest af
sál sjálfs sín í ljóðið, — og það þrátt
fyrir auðsjáanlega smágalla, sem á
þýðingunni eru.
Þóroddur Guðmundsson velur sér
oft til þýðingar kvæði, sem erfið eru
viðfangs, og verður þá oft að yrkja
upp ljóðin að einhverju leyti, en þar
kemur Jjað honum til hjálpar, að
hann er sjálfur gott og hugkvæmt
skáld, og má jafnvel benda á margar
línur, þar sem íslenzka Jjýðingin
hljómar betur og er áferðarfallegri en
hið útlenda ljóð. Má yfirleitt segja,
að þýðingarnar séu prýðilegar að öll-
um frágangi, Jjó að finna megi að ein-
stökum atriðum; t. d. má nefna „Fyrsta
kossinn" eftir Runeberg, Jjar sem 1
þýðingunni eru auðsæir stuðlagallar.
Sama má segja um „Sonnettu" eftir
Djurhuus (sem er raunar engin sonn-
etta), að þar er stuðlagalli: „Nú verm-
ir funheit sólin fold og liaf,“ en ætti
að vera: „Nú verrnir sólin funheit fold
og haf“.
Þóroddur hefur Jjó með bók þessari
auðgað íslenzkar bókmenntir með góð-
um Jjýðingum á mörgum fallegum út-
lendum kvæðum, og á hann skiliö
þakkir fyrir það þarfaverk.
Jakob Jóh. Stnári.
NYT FAR ISLAND, 1. hefti 6. ár-
gangs er fyrir skömmu komið út, en
rit þetta er, eins og kunnugt er, gefið
út af Dansk-Islandsk Samfund. Hefur
jafnan verið vel vandað til efnis og frá
gangs þessa rits frá Jjjí Jjað byrjaði að
koma út og í því hafa birzt fjölmargar
merkar ritgerðir um íslenzk málefni og
fjöldi fallegra mynda. I þessu nýja
hefti er meðal annars efni eftir þessa
menn: Gylfa Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra, Gunnar Gunnarsson skáld,
Julius Bomholt fyrrverandi mennta-
málaráðherra Dana, herra Sigurbjiirn
Einarsson biskup, og grein er um
Gunnar Thoroddsen ambassador ls'
lands í Danmörku. Loks er þátturinn
Noter og nyt, fréttapistlar og umsagnir
um íslenzka menn og málefni.