Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 74
62
ElMRElÐlti
huga, að ég hafði mér fyrir augum
Suður-Jótland, sem Danir höfðu
verið sviptir, þetta land, er var
unnað svo heitt, saknað svo sárt,
deilt um svo hatramlega, kveðin
um svo fögur ljóð, en var óaftur-
kræft í bráð og lengd.
Ég hafði gert mér í hugarlund,
að sérstakur blær væri yfir lands-
lagi þar, en svo langt sem ég eygði
var það marflatt og frjósamt með
húsaþyrpingum hér og þar, ökr-
um, vegum og smálundum, — líkt
og skánska flatneskjan, sem ég var
orðin kunnug á undanfarin ár.
í öðru hléi var mér boðið að
heimsækja gamla, fræga þjóðsagna-
fræðinginn séra H. F. Feilberg.
Poul La Cour var sem sé ekki eini
vísindamaðurinn, sem átti heima
í Askov. Jafnvel þessi ljúfmannlegi
gamli maður, sem gjörþekkti nor-
ræna þjóðtrú öllum betur, allar
okkar sagnir, ævintýri og þjóðsiði,
hann hafði setzt þar að og fékkst
þar við rannsóknir sínar og marg-
vísleg ritstörf, svo sem hina merku
Orðabók í józkum mállýzkum.
Ég gat ekki varizt að furða mig
á því, að hann skyldi hafa bæki-
stöð sína hér. Hann kenndi ekkert
við lýðskólann. Og hann gat valið
um samastaði.
„Hann var eitt sinn prestur á
Suður-Jótlandi,“ var mér sagt. Ég
skildi, að það þótd næg skýring.
Einn mótsdaginn var ég beðin
að lesa upp smásögu eftir mig
sjálfa. Ég lét til leiðast. En ég verð
að játa, að framlag mitt á sal var
hið eina, sem hálfmisheppnaðist.
Áheyrendur, sem ella voru þolin-
móðir, veittu sumir hverjir enga
athygli því, sem ég las upp, nokkr-
ir þeirra hurfu meira að segja a
brott úr sal, meðan ég var í ræðu-
stól.
Síðar kom í ljós, að þeir skildu
lítt eða ekki það, er ég flutti. Sum-
ir þeirra gátu að vísu lesið sænsku,
en talmálið skildu þeir alls ekki-
„Nú-já,“ sagði Ludvig Schröder,
„en það er líka býsna langt fra
Vermalandi til Suður-Jótlands.
Þér getið verið vissar um það, ung-
frú Selma Lagerlöf, að þér mynd-
uð ekki heldur skilja mállýzku
Suður-Jóta.“
Ég spurði undrandi, hvort jafn-
vel Suður-Jótar kæmu þangað til
þess að hlusta á fyrirlestra.
„Ójá, flestir áheyrendur á haust-
mótinu nú eru Suður-Jótar.“
„Og hafa þeir gengið í lýðskól-
ann í Askov?“
„Flestir þeirra hafa numið í lýð'
skólanum hérna,“ anzaði hann
enn.
„Eru þá allir þessir hávöxnu
menn, sem koma hingað akandi
á morgnana, Suður-Jótar?“
„Þorri þeirra á heima handan
landamæranna,“ svaraði hann og
staðfesti tilgátu mína. — —
Síðasta mótsdaginn steig ritstjón
frá Flensborg í ræðustól og talaði
um Suður-Jótland.
Hann hóf mál sitt með því að
segja, að þegar menn hugsuðu til
valds og stærðar þýzka keisara-
dæmisins, til auðlegðar þess og
fólksfjölda og frábærrar skipulagn-
ingar og allra skylduræknu emb-
ættismannanna, — að ónefndum
hinum þýzka hermætti, — þá virt-
ist blátt áfram fjarstæða, að lídd