Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 26
14 ElMRElÐlN milli liins þjóðlega-frjálslynda flokks og þjóðernissinnanna. Dan- mörk er, eins og kunnugt er, gamalt yfirráðaríki, sem hefur tekið að erfðum tilhneigingar í þá átt, en nýi tíminn, tími lýðræðisins> ásetti sér að víkja slíkum tilhneigingum til hliðar, og það er verk Grundtvigs, að þessi sögulega þróun varð að veruleika: Að breyta Danmörku úr yfirríki í þjóðlegt lýðræðisríki. Þess vegna hafa lýð- háskólarnir haft mikil áhrif á að skapa raunverulegt lýðræði innan nærri því allra stjórnmálaflokka í Danmörku á seinni tímum. En þessir þjóðlegu baráttumenn áttu fáa sérfræðinga í handritunum- Þeir óskuðu eftir því, að Danmörk skilaði íslendingum aftur hand- ritunum af tilfinningaástæðum, og margir höfðu grun um, að ha- skólamennirnir væru fulltrúar fyrir gamla valdapólitík. En það, sem á skorti, voru sannanir gegn skoðunum vísindamannanna, sem höfðu takmarkaðan skilning á málefnum íslands í sambandi við Danmörku. Þá komu bækur Bjarna M. Gíslasonar. Hann afhjúpaði hlut- drægnina, þögnina um þýðingarmikil atriði og útúrsnúningana i upplýsingum vísindamannanna um Island, á hóflegan og sannfær- andi hátt. Það er nauðsynlegt að þekkja eitthvað til sögu dönsku þjóðarinnar, eins og drepið var á hér að framan, til þess að skilja til fulls viðtökurnar, sem bækur Bjarna hlutu hjá almenningi 1 Danmörku. Það var tekið á móti þeim eins og kærkominni gjöf- En þetta hefði þó farið öðruvísi, ef Bjarni hefði ekki þegar verið þekktur. Hann var löngu kunnur sem höfundur skáldsögunnar „De gyldne tavl“ (Gullnar töflur), ljóðasafnsins „Stene pá stranden“ og margra bóka um ísland. Og þó hefði höfundarnafn hans ekki verið nóg til þess að vekja traust á honum, ef hann hefði ekki sýnt skilning á baráttu danskrar alþýðu við gamla valdhafa í landinu sjálfu í fjölmörgum fyrirlestrum. Starfsemi hans hafði að aðal- markmiði að skapa þjóðlegan her, og því var það, að bækur hans vöktu svo mikla athygli. Nú var hægt að láta hendur standa fram úr ermum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að margir hafa unnið að því að leysa handritamálið, einkum íslenzkir stjórnmálmenn, og það löngu áður en Bjarni M. Gíslason lét það til sín taka. Enginn getur heldur neitað því, að danskir lýðháskólamenn unnu í sam- ræmi við aldagamla norræna hefð, sem þeir ætíð hafa haft að leiðar- Ijósi. Einnig jafnaðarmennirnir og aðrir frjálslyndir stjórnmála- flokkar í Danmörku eiga marga íslandsvini í röðum sínum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.