Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 45
I,rÁKASKÍRN
33
>,Eigi veit ég fávís kona gerla hversu langt guðleg náð nær. Og ætt-
11 þú að sækja fund einhvers prests og fræðast af honum.
»Þetta hef ég reynt og haft lítið gagn af,“ sagði Auður. „Hann
talaði írsku og skildi ég ekki orð af því, sem hann sagði, og túlkinn,
sem skýrði mál hans grunaði ég um græsku."
»Nærlendis er hér prestur á vistum að Lundi í Syðri-Reykjadal,
sagði Kjalvör. „Hann skírir fólk að Reykjalaugu."
»Eigi skil ég hann betur,“ sagði Auður. „Hann talar þýzku, eigi
annað.“
»Vandkvæði eru á,“ sagði Kjalvör. „Er það mikið mein allri al-
þýðu að hafa eigi íslenzka presta. En það mundi þér nú vildast vera
^ara nú og finna Ásólf alskik frænda minn að Hólmi innra. Munt
þú hafa gott gagn af því eins og allir aðrir. Gaman væri og að sjá
°g heyra unga prestinn í Jörundarholti. Sírekur trúi ég hann heiti.
»Alskik hinn kristni, er hann eigi dauður, karl sá?“ spurði Auður.
»Gamlaður hlýtur hann að vera orðinn. Situr hann enn í Helga-
steini sínum?“
»Víst er Ásólfur frændi farinn að togast við aldur. En gamalæn
ei hann eigi. Og í surnar er hann heyrði að kristni var lögtekin
a Álþingi, spratt hann upp eins og unglamb og boðar nú trú akafui
°g öruggur eins og fyrr á timum.“
»Og þylur írsku og latínu eins og áður,“ bætti Auður við og
hrosti.
»Má vera í bland,“ sagði Kjalvör. „En því hættir hann ef hann
ei á þetta minntur. „Alla tíð er honum mjög í mun að menn skilji
orð hans vel.“
>>Þegar mér flaug í hug að finna þig, Kjalvör, þa var það ætlun
min að leita fræðslu og skilnings hjá þér á kristnum fræðum.
»Alls ófær er ég, Auður mín, til slíkra liluta. Engi kennimaður ei
eö og eigi kann ég nenra fátt eitt af því helzta og veit varla hvort það
er*dist mér til sáluhjálpar. Ég lifi aðeins í tru a naðina. Hins vegai
ei Ásólfur frændi minn lærður maður og veit allt. Hann á heilaga
ðók, sem enginn ólærður rná snerta, enda geta eigi aðrir lesið hana,
þVl' að þar er allt sagt á latínu eða girzku eða hebresku. í þeirri bók
^es hann á hverjum degi. Þess vegna veit hann gersamlega allt í
þessum fræðum. Hann veit á hvaða dýrling bezt er að kalla í hverri
laun og hversu biðja skal og blessa skal og bölva skal, og hvaða bæn
Þezt er að þylja eftir öllum atvikum. Og hann veit hvað guð vill