Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 106
MERKIR ÍSLENDINGAR.
Nýr flokkur IV. Bókfellsútgáfan h.f.
1965.
Árið 1947 hóf Bókfellsútgáfan út-
gáfu ritsafnsins Merkir íslendingar,
Ævisögur og minningargreinir, og urðu
bindin samtals sex. Sá dr. Þorkell Jó-
hannesson um útgáfu þeirra allra.
Kom hið síðasta út 1957 og fylgdi því
nafnaskrá um öll sex bindin og samdi
hana Haraldur Sigurðsson bókavörð-
ur. I formála I. bindis komst dr. Þor-
kell svo að orði: „íslendingar hafa
löngum haft miklar mætur á frásögn-
um um afreksmenn, uppruna þeirra
og örlög. Rök eru til þess, að fyrstu
rit, sem í letur voru færð hér á landi,
hafi fjallað um slík efni, ættvísi og
mannfræði, og er stundir liðu, reis af
þeim rótum sterkasti stofn íslenzkra
bókmennta að fornu" o. s. frv. í fyrsta
bindinu voru 23 ævisögur, allar áður
birtar í Andvara 1880—1906, og hin
fyrsta ævisaga Jóns Sigurðssonar, skráð
af Eiríki Briem. Alls komu í safninu
96 ævisögur þjóðkunnra merkismanna,
nokkrar þeirra sjálfsævisögur, þeirra
meðal ævisaga Skúla Magnússonar og
Bjarna Nikulássonar sýslumanns, sem
dr. Þorkell sagði um: „Frásögnin er
látlaus og hófsamleg, næstum livers-
dagsleg, og þó er ævi Bjarna sýslu-
manns í rauninni stórkostlega við-
burðarík, svo að hæfði áhrifamiklu
skáldverki, sé hún lesin niður í kjöl-
inn.“ Er hér sízt ofmælt. Hinar eru
allar skráðar af hinum merkustu
mönnum og eykur það mjög gildi
þeirra. Þessu merka safni var tekið
ágæta vel af þjóðinni, og ber þvi
sannarlega að fagna, að enn eru marg-
ir, sem „svo unna fósturjörð sinni, að
þeim er kært að sjá minningu frægra
íslendinga á loft haldið", svo að vitn-
að sé í orð Jóns Sigurðssonar. Svo vel
var safninu sannast að segja tekið, að
Bókfellsútgáfan ákvað að liefja útgáfu
nýs flokks ævisagna merkra íslendinga,
og tók Jón Guðnason fyrrverandi
skjalavörður að sér að búa það til
prentunar. Eru nú komin af því þrju
bindi og var í hinu fyrsta „seilzt
lengra aftur í tímann um val ævi-
sagna, þar sem nú er birt ævisaga eins
rnanns, er uppi var á söguöld, og ann-
ars frá miðöld sögu vorrar“ (þ. e-
ævisaga Skafta Þoroddssonar lögsögu-
manns).
Alls eru nú komin 4 bindi af nýja
flokknum og eru 12 ævisögur í hverju
um sig. Nafnaskrá er aftast í hverju
bindi og er það til mikils hagræðis.
Öll eru bindin svipaðrar stærðar, um
340 bls. hvert. í IV. bindi, sem út
kom í desember s.l., er ævisaga Jóns
Ögmundssonar helga, biskups á Hól-