Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 58
46
ElMRElÐlN
ingu tilraun til listkynningar. Sú
listkynning hlaut nafnið „List um
landið“. Tilgangurinn var sá, að
senda hvers konar lifandi list sem
víðast út um bæi og sveitir, orðs-
ins list, tónlist og myndlist. Sýn-
ingar úrvalsverka úr Listasafni ís-
lands voru haldnar á fáeinum stöð-
um, auk þess sem listfræðingur
hélt fyrirlestra um myndlist.
Kirkjutónlist var flutt allvíða á
Suðvesturlandi. Gerður var út leið-
angur um Suður- og Austurland,
flutt stutt ópera, sunginn einsöng-
ur og skáld lásu Ijóð sín. Um
Norðurland ferðuðust rithöíund-
ar, sem lásu úr eigin verkurn, og
óperusöngvari hélt tónleika. Loks
fór einn leiðangurinn um Vest-
firði, þar sem boðið var upp á
píanóleik, einsöng og ljóðalestur.
Hvarvetna var vandað mjög til
dagskrár og hinir færustu lista-
menn til fengnir. Þessi tilraun
þótti takast vel. Aðsóknin var víða
góð og móttökur hvarvetna ágæt-
ar. Aðgangseyrir að þessum sam-
komum var seldur, en á hóflegu
verði. Mun láta nærri, að hann
liafi staðið undir 60% heildar-
kostnaðar. Hallann báru mennta-
málaráð og ríkisútvarpið að hálfu
hvor aðili, og ég vil segja, að halli
hafi verið ótrúlega lítill miðað við
umfang þessarar starfsemi og til-
kostnað, sem var vitanlega all-
mikill. Ég tel, að þessa eða þessu
lxka starfsemi beii að taka upp að
nýju, og ég sé ekki betur en það
væri verðugt og tilvalið verkefni
fyrir listasjóð, ef stofnaður yrði>
að standa fyrir slíku. Þess skal get-
ið, að mér er kunnugt um, að
Bretar hafa fyrir nokkru stofnað
listasjóð hjá sér. Sá sjóður stuðlar
að eflingu lista á mjög breiðum
grundvelli, og hefur þegar unnið
mikilvægt og mei'kilegt starf.
Ég vil að lokum leggja á þa®
áherzlu, að ég tel, að Alþingi getl
ekki skotið því á frest öllu lengur
að setja löggjöf um listamál. 1
rauninni hefur það dxegizt alh of
lengi, svo lengi, að það er orðið
Alþingi til vansa. Mér dettur ekki
í hug að halda því fram, að eS
hafi í þessu fiumvarpi bent á hina
einu réttu leið. Þar eru vitantega
ýmis álitamál, og eitt og annað
stendur vafalaust til bóta. Ég skal
þó geta þess, að ég hef nýlega raett
við ýmsa listamenn um þetta fruffl-
varp, og hefur það yfirleitt feng-
ið mjög góðar undirtektir að þvl
er varðar meginstefnu þess. Því er
ekki að leyna, að frumvarpið ger'
ir ráð fyrir allverulega auknuna
fjárstuðningi við listir og hsta-
.menn, eða fullri tvöföldun þesS
framlags, sem nú er varið til lista-
mannalauna. En þegar alls er gætt,
tel ég, að hér sé hóflega í sakirnar
farið. Og ég er þeirrar skoðunar>
að hvorki þing né þjóð muni telja
eftir 7—8 millj. kr. árlegt framlag
til fjölhliða listastuðnings, ef það
er jafnframt tryggt eftir föngum>
að þessir fjármunir nýtist vel °S
vei'ði lyftistöng fyrir listsköpun og
listkynningu í landinu.