Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 50
38
EIMRElÐlH
sér. Hún vissi engin deili á barninu, vissi enn ekki hvers kyns það
var. Henni vafðist tunga um tönn.
„Hvað á barnið að heita?“ spurði Kjalvör aftur ströng og byrst.
Auður roðnaði, varð vandræðaleg og svaraði loks lágmælt og auð-
mjúk, eins og biðjandi:
„Þórarinn."
Þá gat athöfnin lialdið áfram.
„Þórarinn, ég skíri þig skemmri skírn í nafni guðs föður,“ maslti
Kjalvör, dýfði fingri í hráka sinn og gerði með honum kross á enni
útburðarins. „Og í nafni guðs sonar," sagði hún og gerði kross a
brjósti, „og í nafni hins helga anda,“ sagði hún og teiknaði hráka-
krossa á báða vanga barnsins. Því sem eftir var af hráka í lófa hennar
reið hún í koll barninu og skyldi koma í stað krismu.
Var þá lokið hrákaskírn þessari. Kjalvör leit íbyggin á Auði, sem
var undrandi og vandræðaleg, því hún, heiðinn vesalingurinn, skildi
eigi gerla þessa heilögu athöfn. Hún horfði með viðbjóði á hráka-
krossana, því að hún hafði aðeins vanist heiðnum þrifnaði. Og nú
gerði hún sig líklega til þess að þurrka óhroðann af andliti barns-
ins.
„Nei, nei,“ æpti Kjalvör. „Eigi skal þerra. Krossarnir eiga að
þorna þarna og standa óhreyfðir í átta daga, ef barnið verður eigi
fyrr skírt fulkominni skírn. Ef allt er með feldu, ætti barnið nu
að fríkka og spekjast, eða svo gera góð börn ætið við skírnina."
Auður var þögul og fálát og bjóst nú að ganga af stað til hestanna.
En barnúunginn hrein í fangi hennar enn meira en áður. Þá kall-
aði Kjalvör:
„Hér liggur sneið af fleski í grasinu þar sem bamið lá. Hefur
hún verið lögð í munn barninu og mun vera allur móðurarfur þess.‘
Auður beið unz Kjalvör kom og stakk sneiðinni upp í Þórarinn
litla. Og lieyrðist nú eigi lengur útburðarvæl í holti.