Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Side 50

Eimreiðin - 01.01.1966, Side 50
38 EIMRElÐlH sér. Hún vissi engin deili á barninu, vissi enn ekki hvers kyns það var. Henni vafðist tunga um tönn. „Hvað á barnið að heita?“ spurði Kjalvör aftur ströng og byrst. Auður roðnaði, varð vandræðaleg og svaraði loks lágmælt og auð- mjúk, eins og biðjandi: „Þórarinn." Þá gat athöfnin lialdið áfram. „Þórarinn, ég skíri þig skemmri skírn í nafni guðs föður,“ maslti Kjalvör, dýfði fingri í hráka sinn og gerði með honum kross á enni útburðarins. „Og í nafni guðs sonar," sagði hún og gerði kross a brjósti, „og í nafni hins helga anda,“ sagði hún og teiknaði hráka- krossa á báða vanga barnsins. Því sem eftir var af hráka í lófa hennar reið hún í koll barninu og skyldi koma í stað krismu. Var þá lokið hrákaskírn þessari. Kjalvör leit íbyggin á Auði, sem var undrandi og vandræðaleg, því hún, heiðinn vesalingurinn, skildi eigi gerla þessa heilögu athöfn. Hún horfði með viðbjóði á hráka- krossana, því að hún hafði aðeins vanist heiðnum þrifnaði. Og nú gerði hún sig líklega til þess að þurrka óhroðann af andliti barns- ins. „Nei, nei,“ æpti Kjalvör. „Eigi skal þerra. Krossarnir eiga að þorna þarna og standa óhreyfðir í átta daga, ef barnið verður eigi fyrr skírt fulkominni skírn. Ef allt er með feldu, ætti barnið nu að fríkka og spekjast, eða svo gera góð börn ætið við skírnina." Auður var þögul og fálát og bjóst nú að ganga af stað til hestanna. En barnúunginn hrein í fangi hennar enn meira en áður. Þá kall- aði Kjalvör: „Hér liggur sneið af fleski í grasinu þar sem bamið lá. Hefur hún verið lögð í munn barninu og mun vera allur móðurarfur þess.‘ Auður beið unz Kjalvör kom og stakk sneiðinni upp í Þórarinn litla. Og lieyrðist nú eigi lengur útburðarvæl í holti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.