Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.01.1966, Blaðsíða 38
26 eim reiðiN heimsækja hann, hafa með sér nesti í körfu, eins og fólk sem ei á skógartúr. Þau eru ekki búin að átta sig á að líf í skotgröf er eitt- hvað allt annað en það, sem menn eiga að venjast, og fara að tala um, hvað hann sé skítugur um hendurnar og vilja helzt ekkert hafa með byssu að gera svona nálægt sér, en spyrja svo, hvort hann hafi hitt nokkurn þrjótinn með henni nýlega. Svo lesa þau synin- um pistilinn, hann megi ekki týna niður öllum mannasiðum, vera ögn kurteisari o. s. frv. Foreldrarnir eru ímynd fjöldans hjá höfundinum, sem er gjarn- ast að flýja á vit blekkinga í stað þess að horfast í augu við kaldan veruleikann. Jafnvel þar sem dauðinn er á næsta leiti láti menn eins og ekkert sé. Eins og minnzt hefur verið á, aðhyllast ýmsir kunnir guðfræð- ingar stefnuna, enda á hún öðrum þræði rætur að rekja til krist- innar heimspeki. í bók sinni, Religious Belief, sýnir David E. Roberts fram á að kirkjan hafi ástæðu til að veita þessari nýjn stefnu sérstaka athygli, því margt af því sem hún haldi fram, se einmitt í höfuðdráttum í samræmi við kristna trú. Hún hvetji t. d. menn til að glíma við eigin innri vandamál í stað þess að treysta á lausn þeirra frá utanaðkomandi aðilum. Hún rísi til andstöðu gegn þeirri oftrú, að flókin og margslungin viðfangsefni félags- heilda eða þjóða verði leyst með aðstoð skynseminnar einnar, með skipulagningu eða samþykktum funda. Hún hvetur til íhugunar þess, hvar skórinn kreppir raunveru- lega að, hvernig menn eigi að nota frjálsræði sitt og loks, hvernig mæta skuli því, sem enginn fær umflúið, sjálfum dauðanum. Hún álítur, að ekki sé hægt að skoða neinn mann ofan í kjöl- inn eins og hann væri hlutur eða vél, sálarlíf manna sé það flókið, að ekki verði þar venjulegum mælitækjum við komið. Hún telur, að skynsamleg íhugun ein þoki engum nær því að ráða hina miklu lífsgátu. Hún gerir skarpan greinarmun á utan að lærðum sannleika og' þeim, sem hver aflar sér út frá eigin persónulegri reynslu. Auð- vitað er ekki þar með neitað gildi vísinda, né afrek þeirra dregin í efa, en hinu haldið fram, að sá komist skammt til skilnings þess, sem innst er og dýpst í tilverunni, er virði einskis þá þætti mann- legs hugar, sem budnir eru tilfinningu, vonum og trú. Að vita eitthvað um sannleikann er allt annað en finna hann brjótast fram innra með sér eins og endurleysandi kraft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.