Eimreiðin - 01.01.1966, Side 38
26
eim reiðiN
heimsækja hann, hafa með sér nesti í körfu, eins og fólk sem ei
á skógartúr. Þau eru ekki búin að átta sig á að líf í skotgröf er eitt-
hvað allt annað en það, sem menn eiga að venjast, og fara að tala
um, hvað hann sé skítugur um hendurnar og vilja helzt ekkert
hafa með byssu að gera svona nálægt sér, en spyrja svo, hvort hann
hafi hitt nokkurn þrjótinn með henni nýlega. Svo lesa þau synin-
um pistilinn, hann megi ekki týna niður öllum mannasiðum, vera
ögn kurteisari o. s. frv.
Foreldrarnir eru ímynd fjöldans hjá höfundinum, sem er gjarn-
ast að flýja á vit blekkinga í stað þess að horfast í augu við kaldan
veruleikann. Jafnvel þar sem dauðinn er á næsta leiti láti menn
eins og ekkert sé.
Eins og minnzt hefur verið á, aðhyllast ýmsir kunnir guðfræð-
ingar stefnuna, enda á hún öðrum þræði rætur að rekja til krist-
innar heimspeki. í bók sinni, Religious Belief, sýnir David E.
Roberts fram á að kirkjan hafi ástæðu til að veita þessari nýjn
stefnu sérstaka athygli, því margt af því sem hún haldi fram, se
einmitt í höfuðdráttum í samræmi við kristna trú. Hún hvetji t. d.
menn til að glíma við eigin innri vandamál í stað þess að treysta
á lausn þeirra frá utanaðkomandi aðilum. Hún rísi til andstöðu
gegn þeirri oftrú, að flókin og margslungin viðfangsefni félags-
heilda eða þjóða verði leyst með aðstoð skynseminnar einnar, með
skipulagningu eða samþykktum funda.
Hún hvetur til íhugunar þess, hvar skórinn kreppir raunveru-
lega að, hvernig menn eigi að nota frjálsræði sitt og loks, hvernig
mæta skuli því, sem enginn fær umflúið, sjálfum dauðanum.
Hún álítur, að ekki sé hægt að skoða neinn mann ofan í kjöl-
inn eins og hann væri hlutur eða vél, sálarlíf manna sé það flókið,
að ekki verði þar venjulegum mælitækjum við komið.
Hún telur, að skynsamleg íhugun ein þoki engum nær því að
ráða hina miklu lífsgátu.
Hún gerir skarpan greinarmun á utan að lærðum sannleika og'
þeim, sem hver aflar sér út frá eigin persónulegri reynslu. Auð-
vitað er ekki þar með neitað gildi vísinda, né afrek þeirra dregin
í efa, en hinu haldið fram, að sá komist skammt til skilnings þess,
sem innst er og dýpst í tilverunni, er virði einskis þá þætti mann-
legs hugar, sem budnir eru tilfinningu, vonum og trú. Að vita
eitthvað um sannleikann er allt annað en finna hann brjótast fram
innra með sér eins og endurleysandi kraft.