Eimreiðin - 01.01.1967, Page 39
ÚR BRÉFUM DAVÍÐS STEFÁNSSONAR
19
sú hin stóra, sem gefin var út að honum látnum (dálítið flausturs-
lega) á síðast liðnu hausti og nefnist Síðuslu Ijóð.
Um þessa bók birti ritdómari Morgunblaðsins, hr. Erlendur
Jónsson, ritdóm 19. október s. 1., er hann nefnir „Skugginn af skáld-
inu“. Þar segir m. a. um skáldið: „Ástríðan, sem ólgaði í fyrri ljóð-
um hans, varð [með tímanum] að kaldri og þungri nndiröldu. í
stað jákvæðs skaphita tók nú að gæta neikvæðrar beiskju, óánægju
og tortryggni gagnvart nýrri sanrtíð, sem skáldið virtist ekki eiga
neina samleið með. Tími skáldsins var liðinn hjá . . . Skáldið gerð-
ist íhaldssamt, uggandi um samtíð og framtíð. . . . Bryddir víða á
þeim viðhorfum í síðari ljóðabókum skáldsins .. . og ekki fara þau
milli mála í Siðustu Ijóðum. . . . í fyrsta kvæði bókarinnar, Blórn-
inu eina, sem ort er í minningu Hallgríms Péturssonar, getur
sKáldið t. d. ekki við bundizt að spyrja: ,.Á fólkið að sækja fræðslu
til þeirra manna, sem fremja hin andlegu morð?“ Hverjir fremja
hin andlegu morð? Sérhver almennur lesandi, sem lítur á þetta
kvæði, hlýtur að velta þeirri spurningu fyrir sér. En skáldið leysir
ekki úr gátunni, því rniður. ... Skáldið er óánægt með samtíð
sína og sendir henni tóninn, lileður skeyti sín sterkum orðum, en
hagar máli sínu svo almennt, að óþarft gerist að standa við stóru
orðin. Skáldið er, þegar öllu er á botninn hvolft, orðið breytt. . . .“
Já, Davíð dylgjar, segir ritdómarinn, óspart með stóryrðum, en
gætir þess að tala svo ónákvæmt að ekkert verði á því haft! Þetta
held ég að sé fremur grunnfærnisleg og ómakleg lýsing á látnu stór-
skáldi, sem ekki getur lengur borið hönd fyrir höfuð sér — enda
sennilega í einhvers konar tímaþröng saman sett og birt. Því er ekki
að neita, að ádeila er mjög áberandi í Siðustu Ijóð, — en skyldi
hún vera minna áberandi í verkum yngri skálda? En hvað sem því
líður — hví skyldi ádeila ekki vera áberandi í skáldskap vorra daga?
Ég veit ekki til hvers skáld væru eiginlega — sérstaklega á okkar
eigin tíma, sem með þróunarhraða sínum umbyltir öllu í graut,
nýtu og ónýtu, og veitir því alveg einstakt svigrúnr og tækifæri
hvers konar blekkingu og spillingu — ef ádeila væri ekki ofarlega
á baugi þeirra á meðal. Hr. Erlendur Jónsson myndi raunar senni-
lega að verulegu leyti viðurkenna efni þessarar almennu umsagn-
ar minnar, — en Davíðs ádeila stendur í sambandi við það, segir
hann, að Davíð var orðinn „breyttur“, „þreyttur". Ég hef hér á
undan kornizt að þeirri niðurstöðu, að Davíð hafi í aðalatriðum
verið óbreyttur — að því undanteknu sem sjálfsagt er (eða a. m. k.