Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Page 40

Eimreiðin - 01.01.1967, Page 40
20 EIMREIDIN nauðsynlegt til þess, að hann gæti lialdið fullri tryggð við æsku- hugsjónir sínar og verið sannur samt og heitur í hjarta) — nefni- lega að því undanteknu, að hann hefur samkvæmt ófrávíkjanlegri hollustu sinni, við það sem er satt og ósvikið, alla sína ævi ort í nánu samræmi við vaxandi aldur sinn og með fullu tilliti til lífs- reynslu sinnar. Hefði sannleiks- og hugsjóna-hollusta hans ekki verið með slíkum hætti — nefnilega „dynamísk" (svo að ég noti tízkuorð sem er mikilvægt þó að tízkuorð sé) — heldur „statísk“ (eins og hr. Erlendur Jónsson virðist ætlast til), þá hefði ekki verið nema um einn möguleika að ræða: að skálclið stældi sjálft sig. Hér var ekki nema um þetta tvennt að gera. Það hefur stundum verið talað um listina að „kunna að eldast“. Mín skoðun er sú, að þá list liafi Davíð kunnað með ágætum — sem skáld. Ég hef hér að framan fullyrt, að Davíð hafi allt til æviloka verið óhreyttur í aðalviðhorfum sínum til lífs og tilveru frá því sem hann var nngur. Og ég hef tekið það fram, hver ég álít að aðalvið- horf hans hafi verið og geri það nú með nýjum yfirgripsmeiri nafngiftum: Fyrst og fremst lotning gagnvart og ást á sannleikan- um og lífinu, sem hann frá upphafi trúði að ætti allt rætur sínar og tilgang í — Guði. Það má einnig — og verður raunar í þessu sam- bandi að gera það jafnframt--------, já, það má einnig orða þetta öðru vísi, er segir hér um bil hið sarna frá öðru sjónarmiði, er skiptir miklu máli þá er túlka skal meginviðhorf Davíðs: í stað þess að segja „Sannleikurinn og Lífið“ segjum við þá „Náttúran og Andinn“. Til að túlka Davíð sem skiljanlegast, er heppilegt að styðjast við hvort tveggja þessara orðalaga. Þegar Davíð hafði upp- götvað skáldköllun sína, innan við tvítugt, varð honum jafnframt mjög fljótlega ljóst að í henni fólst óbrigðul hollusta við Sannleik- ann og Lífið, Náttúruna og Andann — þó að hann hafi sjálfsagt ekki notað Jressi nöfn sem hugtakaheiti í því sambandi. Sú holl- usta hlaut jafnframt að standa í nánu sambandi við það aldurs- skeið, sem hann var staddur á, er augu hans lukust upp; svo og með h'ðandi tíma, engu síður við hvert aldursskeið ævi hans upp frá því. Því yrkir hann fyrst og fremst um ástir, rneðan hann er ungur, en það sem andlegt er, þegar hann var orðinn aldraður. En eins og hann trúði á Guð og Krist ungur — svo sem jafnvel Svartar fjaðrir bera órækt vitni um — þannig er gleði hans yfir ástinni enn í fullu fjöri, auðmjúk og lotningarfull, í Siðustu Ijóð — m. a. í kvæðum sem bera það utan á sér, með tímatilgreiningu, að vera
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.