Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Side 42

Eimreiðin - 01.01.1967, Side 42
22 ElMREIfílN ógrímuklæddir. í hverju kvæði fyrir sig kemur það yfirleitt nægi- lega greinilega í ljós hvað hann á við, í því og því kvæðinu, — með heild kvæðanna í baksýn getur slíkt varla farið rnilli rnála, sé um raunverulegan skilningsáhuga með lesanda að ræða. Ritdómarinn talar því líkast að hann ætlist til, að Davíð hefði nefnt sérnöfn (ég á við: því sem næst!). Hvers konar skáldskapur hefði það orðið? mér er spurn! Ritdómarinn talar þannig, að lesandi, sem ekki hefur kynnt sér sjálfur síðustu kvæðabækur Davíðs, hlýtur að lialda að aðalefni þeirra sé kuldalegt nöldur. Kvæðið Akrópólis, sem er í Síðustu Ijóð, er einhver beinskeyttasta sending Davíðs til þeirra „avant- gardista“, bæði fyrri og seinni tízku, sem gera lítið úr allri eða mestallri list utan þeirra eigin vébanda. Kvæði þetta er gætt þeirri tign og þeim skaphita og beinlínis þeirri fegurð, að skipa verður því í flokk með hinu bezta sem Davíð hefur áður ort um háleit og stórfengleg efni. Kvæðið Þið segið rnig týndan (í sömu bók), sem fjallar um skyld efni, stendur í öllu látleysi sínu og þótt ólíkt sé að framsetningu Akrópólis ekki langt að baki. Þannig mætti lengi telja, þó að þessi tvö séu mikilvægust ádeilukvæðanna í Síðustu Ijóð. í þeirri bók er og Fiðrildið, ádeilukvæði gætt lýtalausum og bráðfyndnum léttleika. Annars auðkennast ádeilukvæði Davíðs í Siðustu Ijóð ekki síður af skaphita en nístandi kulda, sem heldur ekki er fágætur þar — enda engan veginn útlægur úr góðum skáld- skap — enda engan veginn teljandi með nöldri. Já, af grein ritdómarans mætti ætla að beinlínis þorri kvæðanna í Síðustu Ijóð væri kuldalegt nöldur. Ádeilukvæðunum hef ég lýst eftir því sem föng eru á í stuttu máli. En næstum þrír fjórðu kvæð- anna í bókinni geta ekki talizt ádeilukvæði, — flest þeirra meira og minna góð, mörg fögur, sum stórfögur. Af öllum (að kalla) kvæð- um bókarinnar, sem ekki eru ádeilukvæði, skín sú hjartahlýja og nærfærni, sem Davíð var gæddur í svo sérlega ríkum mæli sem mað- ur. Þar er djúp, innileg, friði eða fögnuði fyllt gleði yfir náttúr- unni, fegurðinni, ástinni, trúnni á Guð — og sitthvað annað hlið- stætt þessu. Ófá ádeilukvæðanna eru jafnframt hjartahlýjutjáning. Ritdómarinn segir skáldið „uggandi um samtíð og framtíð" — „tími skáldsins“ hafi verið hvorki meira né minna en „liðinn hjá“ er það orti Síðustu Ijóð — eða hver veit hvað snemma. Tírni þess liðinn hjá! Hvílíkur „stóri-dómur“! Eða hvaða viti borinn maður skyldi, nú á dögum, ekki vera „uggandi um sarntíð og framtíð" —
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.