Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Síða 11

Eimreiðin - 01.05.1968, Síða 11
R.F.fíA FORSETA ÍSLANDS 83 verið forseti íslands. Hann hefur staðið undir þeirri ábyrgð með sæmd og við hlið hans stóð hin ágæta kona hans, frú Dóra Þór- hallsdóttir, sem nú er látin. Hennar minnist þjóðin með virðingu, enda vita það allir, hve frábærlega hún skipaði sinn sess. Herra Ásgeiri Ásgeirssyni eru nú þökkuð hin miklu störf hans og þó einkum störf hans sem forseti landsins. Ég veit að undir þessi orð mín mun þjóðin taka, og persónulega vil ég færa herra Ás- geiri Ásgeirssyni þakkir fyrir vinsemd í minn garð, bæði fyrr og nú, og óska honum allrar blessunar á ókomnum tímum. Ég vil einnig minnast hinna fyrstu íslenzku forsetahjóna, herra Sveins Björnssonar og frú Georgíu konu hans. Ég hafði þann heið- ur að kynnast herra Sveini Björnssyni fyrst sem sendiherra í Kaupmannahöfn og síðan sem ríkisstjóra og forseta. Þau kynni eru mér öll hugstæð. Hann varð fyrsti forseti hins nýstofnaða ís- lenzka lýðveldis og nafn hans er skráð til allrar framtíðar á spjöld íslenzkrar sögu. Það varð hlutskipti hans að móta embætti for- setans, svo að lengi verður að búið. Ég votta minningu hans og konu hans einlæga virðingu mína í fullri vissu þess, að ég mæli fyrir munn þjóðarinnar allrar. Þegar ég nú tek við embætti forseta íslands, sem þessir tveir ágætu menn hafa gegnt á undan mér, verður mér það fyrst að hugsa til ættjarðarinnar og sögu hennar, sem er örlög þjóðarinnar í blíðu og stríðu. Oft hef ég sett mér fyrir hugskotssjónir þetta ey- land í Atlantzhafi, ósnortið og óbyggt mönnum öldum og árþús- undum saman eftir að þau lönd öll voru byggð, sem næst því eru. Það er eins og landið vakni skyndilega af svefni fyrir aðeins ellefu öldum, þegar forfeður vorir fundu það og námu og byggðu í skjótri svipan hvern byggilegan blett og stofnuðu til þess mannlífs, sem síðan hefur þróazt órofið og er nú í höndum þeirrar kynslóðar, sem nú lifir í landinu. Fáar þjóðir munu geta sagt svipaða sögu um upphaf sitt og vér íslendingar. Hitt er þó meira um vert, að á þeim grundvelli þjóðmenningar, sem landnámsmennirnir og niðjar þeirra lögðu, stöndum vér enn. Illt og gott hefur skipzt á í ald- anna rás, svo sem vænta má, en arfinum, sem forfeður vorir höfðu með sér að heiman í nýtt land, höfum vér ekki glatað, og dæmi þess blasa við hvert sem litið er. Hin ríka tilfinning fyrir því að vera sérstök þjóð, þótt fámennir séum, viljinn til sjálfstæðis og að ráða sjálfir málum vorum, hin forna tunga sem enn leikur oss á vörum og bókmenntaarfurinn, sem henni er tengdur. Og hugsunarháttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.